Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. desember 2025 21:58 Járnið hefur séð fífil sinn fegurri en gullið skín enn skært eftir hreinsun. Minjasafn Vestur-Sjálands Fornleifafræðingar við Minjasafn Vestur-Sjálands fundu í sumar tvo spjótsodda úr járni alsettan gulli við uppgröft skammt sunnan Slagleysu á Sjálandi. Umsjónarmaður uppgraftarins segir þetta elsta járnmun Danmerkur. Fundurinn er aukalega eftirtektarverður fyrir þær sakir að verið var að grafa upp helgidóm frá bronsöldinni. Gröfturinn fór fram við uppsprettu þar sem einhvers slags helgiathafnir fóru fram fyrir hartnær þrjú þúsund árum síðan, mörghundruð árum áður en að Danir hófu að vinna járn. Gripirnir án hliðstæðu Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir Lone Claudi-Hansen, einn fornleifafræðinganna, að hún hafi hreinlega farið í geðshræringu við fundinn. Svo mikla raunar að hún lagði gripinn strax aftur ofan í gröf sína. Hún áttaði sig um leið á því að hún hefði fundið nokkuð einstakt, stórt járnstykki með „klikkuðum gullskreytingum“ í gröf frá því löngu áður en járnvinnsla kom til Danmerkur. „Hvernig getur allt í einu verið járn hérna inn á milli bronsaldarmuna á bronsaldaruppgraftarsvæði?“ segir hún hafa spurt sig. Við efnagreiningu kom í ljós að gripirnir væru um 2800 ára gamlir. Lone segir þá ekki eiga sér neina hliðstæðu í Evrópu. „Við finnum hreinlega ekki neitt sem jafnast á við þá. Færum til alla leið til Grikklands eða landa í Mið-Evrópu fyndum við járnspjót af svipaðri stærð og frá sama tíma. En þau eru ekki alsett gulli, þannig er þessi fundur algjörlega sérstæður,“ segir Lone. Innsýn inn í samfélag bronsaldarmanna Á síðustu áratugum hafa fundist við Boeslunde hellingur af gullmunum, armbönd og eiðbaugar úr skíragulli, sem vakti undrun margra í ljósi þess að þeir fundust allir á sama stað úti í móa. Útskýringuna telja Lone og teymi hennar hafa fundið. „Fyrir mér er alveg jafnmikilvægt að við höfum fundið menjar Gvendarbrunns frá bronsöld. Það þýðir að við getum tengt gullfundina við trúarlegar athafnir og þannig útskýrt hvernig þeir stöfluðust hérna upp í þessu túni,“ segir Lone. Gvendarbrunnurinn gefur þeim einnig tækifæri til að velta því fyrir sér hvers lags samfélag það var sem lét eftir sig allt þetta ríkidæmi. „Okkar kenning er sú að hér hafi búið auðmannaætt sem hafi haft tengingar langt út í heim. Þau munu hafa átt mikið af dýrgripum sem þau hafa á einhverjum tímapunkti fært í fórn. Það segir okkur margt um trúarbrögð bronsaldarinnar og einnig um svæðið í kringum Boeslunde sem hefur greinilega mátt sín mikils,“ segir Lone. Danmörk Fornminjar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Fundurinn er aukalega eftirtektarverður fyrir þær sakir að verið var að grafa upp helgidóm frá bronsöldinni. Gröfturinn fór fram við uppsprettu þar sem einhvers slags helgiathafnir fóru fram fyrir hartnær þrjú þúsund árum síðan, mörghundruð árum áður en að Danir hófu að vinna járn. Gripirnir án hliðstæðu Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir Lone Claudi-Hansen, einn fornleifafræðinganna, að hún hafi hreinlega farið í geðshræringu við fundinn. Svo mikla raunar að hún lagði gripinn strax aftur ofan í gröf sína. Hún áttaði sig um leið á því að hún hefði fundið nokkuð einstakt, stórt járnstykki með „klikkuðum gullskreytingum“ í gröf frá því löngu áður en járnvinnsla kom til Danmerkur. „Hvernig getur allt í einu verið járn hérna inn á milli bronsaldarmuna á bronsaldaruppgraftarsvæði?“ segir hún hafa spurt sig. Við efnagreiningu kom í ljós að gripirnir væru um 2800 ára gamlir. Lone segir þá ekki eiga sér neina hliðstæðu í Evrópu. „Við finnum hreinlega ekki neitt sem jafnast á við þá. Færum til alla leið til Grikklands eða landa í Mið-Evrópu fyndum við járnspjót af svipaðri stærð og frá sama tíma. En þau eru ekki alsett gulli, þannig er þessi fundur algjörlega sérstæður,“ segir Lone. Innsýn inn í samfélag bronsaldarmanna Á síðustu áratugum hafa fundist við Boeslunde hellingur af gullmunum, armbönd og eiðbaugar úr skíragulli, sem vakti undrun margra í ljósi þess að þeir fundust allir á sama stað úti í móa. Útskýringuna telja Lone og teymi hennar hafa fundið. „Fyrir mér er alveg jafnmikilvægt að við höfum fundið menjar Gvendarbrunns frá bronsöld. Það þýðir að við getum tengt gullfundina við trúarlegar athafnir og þannig útskýrt hvernig þeir stöfluðust hérna upp í þessu túni,“ segir Lone. Gvendarbrunnurinn gefur þeim einnig tækifæri til að velta því fyrir sér hvers lags samfélag það var sem lét eftir sig allt þetta ríkidæmi. „Okkar kenning er sú að hér hafi búið auðmannaætt sem hafi haft tengingar langt út í heim. Þau munu hafa átt mikið af dýrgripum sem þau hafa á einhverjum tímapunkti fært í fórn. Það segir okkur margt um trúarbrögð bronsaldarinnar og einnig um svæðið í kringum Boeslunde sem hefur greinilega mátt sín mikils,“ segir Lone.
Danmörk Fornminjar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira