Enski boltinn

Lands­liðs­maður hand­tekinn í London

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmaðurinn er sagður spila í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmaðurinn er sagður spila í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Brett Patzke

Lögregla handtók í fyrrinótt landsliðsmann í fótbolta í miðborg Lundúna, vegna gruns um líkamsárás. Um er að ræða 29 ára gamlan leikmann.

BBC greindi frá þessu en eins og vanalega í svona málum í Bretlandi þá hefur nafn mannsins ekki verið birt, af lagalegum ástæðum. Aðrir miðlar, til dæmis Marca og beIN Sports, segja að um leikmann í ensku úrvalsdeildinni sé að ræða.

Lögreglan segir að árásin hafi verið gerð skömmu eftir miðnætti, aðfaranótt laugardags, og að fórnarlambið hafi verið flutt á sjúkrahús. Viðkomandi sé þó ekki í neinni lífshættu og árásin muni ekki hafa varanleg, líkamleg áhrif.

Leikmaðurinn var látinn laus gegn tryggingu á meðan á rannsókn stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×