Enski boltinn

Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær á­stæður til að dæma af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri West Ham United, segir sína skoðun þegar hann þakkar dómurum fyrir leikinn.
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri West Ham United, segir sína skoðun þegar hann þakkar dómurum fyrir leikinn. Getty/Warren Little

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Brighton tryggði sér 1-1 jafntefli í lokin á móti West Ham og Crystal Palace vann 2-1 útisigur á Fulham. Nú má sjá mörkin úr þessum leikjum inni á Vísi.

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri West Ham, var mjög óhress með að jöfnunarmarkið hjá Brighton hafi fengið að standa.

Jarrod Bowen kom West Ham í 1-0 á 73. mínútu en Georginio Rutter jafnaði metin með þessu umdeilda marki í uppbótartíma. West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma markið af en myndbandsdómarar staðfestu engu að síður markið hjá Rutter.

„Þetta var hendi, var það ekki, og svo hættuspark líka,“ sagði Nuno Espirito Santo en stjóri Hammers sagðist „ekki skilja hvernig þeir gáfu markið“ eftir tvö möguleg brot.

„Þetta er augljóst. Ég sá það, allir sáu það. VAR sá það, allir sáu það. Ég held að bæði atvikin hefðu átt að vera skoðuð. Það er erfitt að kyngja þessu, maður, það er virkilega erfitt að kyngja þessu,“ sagði Santo.

Edward Nketiah og Marc Guehi skoruðu mörk Palace í 2-1 sigri á Fulham en Harry Wilson jafnaði metin í 1-1. Guehi skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum.

Klippa: Mörkin úr leik Brighton og West Ham
Klippa: Mörkin úr leik Fulham og Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×