Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2025 15:39 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27