Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar 8. desember 2025 17:01 Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Heilbrigðismál Matur Dýraheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun