Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar 10. desember 2025 09:32 Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun