Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 11. desember 2025 08:00 Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun