Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Árni Sæberg skrifar 10. desember 2025 14:06 Lögmenn Neytendasamtakanna fara yfir dóminn rétt eftir dómsuppsögu. Vísir/Lýður Valberg Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Dóminn má lesa hér. Í honum segir að neytendurnir hafi höfðað mál og krafist endurgreiðslu á hluta þeirra vaxta sem þeir hefðu greitt af verðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum samkvæmt veðskuldabréfi sem þeir gáfu út í byrjun árs 2017 og greiddu upp í mars 2021. Samkvæmt skilmálum þess skyldi við ákvarðanir um breytingar á vöxtum horfa til „breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðalánasjóði, bönkum og fjármálastofnunum á Íslandi, ríkissjóði Íslands eða sveitarfélögum, breytinga á fjármögnunarkostnaði, rekstrarkostnaði, smásöluálagningu bankans og álagningu bankans vegna útlánaáhættu.“ Töldu skilmálann ógagnsæjan Neytendurnir hafi talið skilmálann ekki uppfylla kröfur um gagnsæi samkvæmt þágildandi lögum um neytendalán og að hann væri ósanngjarn í skilningi samningalaga, eins og lögin væru skýrð í ljósi Evróputilskipana um neytendavernd. Hæstiréttur tók fram að skilmálinn hefði í mikilvægum atriðum verið ólíkur þeim sem var til umfjöllunar í dómi réttarins í máli neytenda á hendur Íslandsbanka, auk þess sem leyst hefði verið úr því máli á grundvelli núgildandi laga um fasteignalán til neytenda. Skilmálinn skýr og skiljanlegur Í dóminum segir að Hæstiréttur hafi litið til þess að í skilmála Arion banka hafi skilyrði vaxtabreytinga verið tæmandi talin og þágildandi lög gerðu ekki ríkari kröfur til lýsingar á málsmeðferð við vaxtaákvörðun en fram kæmi í honum. Jafnframt var litið til þess að skilmálinn hefði verið á skýru og skiljanlegu máli með útskýringum á hverju og einu skilyrða vaxtabreytinga. Hæstiréttur taldi að skilmálinn uppfyllti gagnsæiskröfur laga um neytendalán. Ekki yrði séð að Arion banki hefði nýtt sér aðstöðumun við samningsgerðina eða að jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila hefði verið raskað til muna. Yrði sú krafa ekki leidd af ákvæði samningalaga um jafnvægi milli samningsaðila að fyllilega þyrfti að vera fyrirsjáanlegt hvaða vexti lántaki myndi greiða af láni með breytilegum vöxtum þegar kröfur um lögmæti skilmála væru að öðru leyti uppfylltar. Þá var horft til þess að lántökum hafi verið tryggð ákveðin mótvægisúrræði vegna ófyrirsjáanleika skilmálans. Því var ekki fallist á með neytendunum að skilmálinn væri ósanngjarn í skilningi samningalaga. Niðurstaða Landsréttar um sýknu Arion banka af kröfum neytendanna var því staðfest. Dómurinn vonbrigði en hafi takmarkað fordæmisgildi Málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því fyrsta í október síðastliðnum og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. Það mál var á hendur Íslandsbanka og varðaði skilmála í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur ógilti þá skilmála sem heimilaði bankanum að breyta vöxtum byggt á öðrum þáttum en stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Hins vegar féllst dómurinn ekki á að Íslandsbanki skyldi greiða neytendum sem höfðuðu málið skaðabætur, þar sem þeir urðu ekki fyrir tjóni. Ljóst var fyrir uppkvaðningu dóms í dag að vextir verðtryggðra lána yrðu ekki bundnir stýrivöxtum. Breki Karlsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir dóminn vonbrigði. Þessi dómur ólíkt Íslandsbankadómnum hafi þó ekki fordæmisgildi fyrir lán sem verið sé að veita núna, enda hafi hann snúið að lánasamningi sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Fréttin hefur verið uppfærð. Vaxtamálið Fjármál heimilisins Lánamál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. 19. nóvember 2025 10:59 Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. 7. nóvember 2025 16:32 Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. 7. nóvember 2025 06:48 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Dóminn má lesa hér. Í honum segir að neytendurnir hafi höfðað mál og krafist endurgreiðslu á hluta þeirra vaxta sem þeir hefðu greitt af verðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum samkvæmt veðskuldabréfi sem þeir gáfu út í byrjun árs 2017 og greiddu upp í mars 2021. Samkvæmt skilmálum þess skyldi við ákvarðanir um breytingar á vöxtum horfa til „breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðalánasjóði, bönkum og fjármálastofnunum á Íslandi, ríkissjóði Íslands eða sveitarfélögum, breytinga á fjármögnunarkostnaði, rekstrarkostnaði, smásöluálagningu bankans og álagningu bankans vegna útlánaáhættu.“ Töldu skilmálann ógagnsæjan Neytendurnir hafi talið skilmálann ekki uppfylla kröfur um gagnsæi samkvæmt þágildandi lögum um neytendalán og að hann væri ósanngjarn í skilningi samningalaga, eins og lögin væru skýrð í ljósi Evróputilskipana um neytendavernd. Hæstiréttur tók fram að skilmálinn hefði í mikilvægum atriðum verið ólíkur þeim sem var til umfjöllunar í dómi réttarins í máli neytenda á hendur Íslandsbanka, auk þess sem leyst hefði verið úr því máli á grundvelli núgildandi laga um fasteignalán til neytenda. Skilmálinn skýr og skiljanlegur Í dóminum segir að Hæstiréttur hafi litið til þess að í skilmála Arion banka hafi skilyrði vaxtabreytinga verið tæmandi talin og þágildandi lög gerðu ekki ríkari kröfur til lýsingar á málsmeðferð við vaxtaákvörðun en fram kæmi í honum. Jafnframt var litið til þess að skilmálinn hefði verið á skýru og skiljanlegu máli með útskýringum á hverju og einu skilyrða vaxtabreytinga. Hæstiréttur taldi að skilmálinn uppfyllti gagnsæiskröfur laga um neytendalán. Ekki yrði séð að Arion banki hefði nýtt sér aðstöðumun við samningsgerðina eða að jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila hefði verið raskað til muna. Yrði sú krafa ekki leidd af ákvæði samningalaga um jafnvægi milli samningsaðila að fyllilega þyrfti að vera fyrirsjáanlegt hvaða vexti lántaki myndi greiða af láni með breytilegum vöxtum þegar kröfur um lögmæti skilmála væru að öðru leyti uppfylltar. Þá var horft til þess að lántökum hafi verið tryggð ákveðin mótvægisúrræði vegna ófyrirsjáanleika skilmálans. Því var ekki fallist á með neytendunum að skilmálinn væri ósanngjarn í skilningi samningalaga. Niðurstaða Landsréttar um sýknu Arion banka af kröfum neytendanna var því staðfest. Dómurinn vonbrigði en hafi takmarkað fordæmisgildi Málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því fyrsta í október síðastliðnum og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. Það mál var á hendur Íslandsbanka og varðaði skilmála í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur ógilti þá skilmála sem heimilaði bankanum að breyta vöxtum byggt á öðrum þáttum en stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Hins vegar féllst dómurinn ekki á að Íslandsbanki skyldi greiða neytendum sem höfðuðu málið skaðabætur, þar sem þeir urðu ekki fyrir tjóni. Ljóst var fyrir uppkvaðningu dóms í dag að vextir verðtryggðra lána yrðu ekki bundnir stýrivöxtum. Breki Karlsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir dóminn vonbrigði. Þessi dómur ólíkt Íslandsbankadómnum hafi þó ekki fordæmisgildi fyrir lán sem verið sé að veita núna, enda hafi hann snúið að lánasamningi sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vaxtamálið Fjármál heimilisins Lánamál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. 19. nóvember 2025 10:59 Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. 7. nóvember 2025 16:32 Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. 7. nóvember 2025 06:48 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. 19. nóvember 2025 10:59
Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. 7. nóvember 2025 16:32
Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. 7. nóvember 2025 06:48