Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 11. desember 2025 08:48 Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Um árabil hefur þó tilvist hans verið ógnað. Fólk skiptist í fylkingar, vini eða óvini flugvallarins, eftir því hvort það vilji að hann fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. Þannig hefur jafnframt myndast gjá milli ríkis og borgar og borgar og landsbyggðar. Staðreyndin er þó sú að ekki liggur fyrir önnur staðsetning á innanlandsflugvelli á höfuðborgarsvæðinu og þó svo væri er ljóst að uppbygging á nýjum flugvelli tekur langan tíma. Af samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar 2026-2040 má ráða að ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir að flugvöllurinn sé á förum á næstunni. Þvert á móti á að ráðast í uppbyggingu á nýrri flugstöð. Áætlunin gerir ráð fyrir því að byrjað verði að fjármagna nýja flugstöð árið 2029 og verkið standi yfir til 2040. Á sama tíma gerir aðalskipulag Reykjavíkurborgar þó ráð fyrir að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri leggist af árið 2032. Með öðrum orðum: borgin miðar við að rekstur flugvallarins hætti árið 2032 en ríkið miðar við að klára uppbyggingu á nýrri flugstöð árið 2040. Þarna blasir því við djúpstæð mótsögn á milli ríkis og borgar. Það byggir enginn flugstöð á flugvelli sem er ekki lengur til staðar. Breyta þarf Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Árið 2019 gerðu ríki og borg samkomulag um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur, á jafngóðum eða betri stað, væri tilbúinn. Sá staður hefur ekki verið fundinn. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa skapað verulega óvissu um Hvassahraun sem mögulegt flugvallarstæði og því ólíklegt að fjármagni verði varið í að byggja þar flugvöll. Þrátt fyrir það virðist meirihluti borgarstjórnar ætla að halda fast í stefnu borgarinnar um að flugvöllurinn skuli víkja árið 2032. Jafnframt leggjast borgarfulltrúar meirihlutans gegn uppbyggingu á nýrri flugstöð. Innviðauppbyggingu sem er mikilvæg til þess að tryggja öryggi og þjónustu við flugfarþega. Þetta þarf þó ekki að vera togstreita. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er mannanna verk og því má breyta. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við í Framsókn til að rekstur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður út gildistíma aðalskipulagsins. Orð og verk fara ekki saman Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur nýlega viðurkennt að engin ákvörðun liggi fyrir um nýjan flugvöll og að það geti tekið áratugi að koma nýjum flugvelli í gagnið. Hún hefur jafnframt sagt að því verði að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan enginn annar kostur er fyrir hendi. Þetta eru skynsamleg orð en þau stangast beint á við stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hætti starfsemi árið 2032. Spyrja verður því hvort að Samfylkingin ætli að endurskoða aðalskipulagið eða eru orð formannsins merkingarlaus? Hver er raunveruleg stefna flokksins? Orð eru til alls fyrst en án verka eru þau merkingarlaus. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Um árabil hefur þó tilvist hans verið ógnað. Fólk skiptist í fylkingar, vini eða óvini flugvallarins, eftir því hvort það vilji að hann fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. Þannig hefur jafnframt myndast gjá milli ríkis og borgar og borgar og landsbyggðar. Staðreyndin er þó sú að ekki liggur fyrir önnur staðsetning á innanlandsflugvelli á höfuðborgarsvæðinu og þó svo væri er ljóst að uppbygging á nýjum flugvelli tekur langan tíma. Af samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar 2026-2040 má ráða að ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir að flugvöllurinn sé á förum á næstunni. Þvert á móti á að ráðast í uppbyggingu á nýrri flugstöð. Áætlunin gerir ráð fyrir því að byrjað verði að fjármagna nýja flugstöð árið 2029 og verkið standi yfir til 2040. Á sama tíma gerir aðalskipulag Reykjavíkurborgar þó ráð fyrir að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri leggist af árið 2032. Með öðrum orðum: borgin miðar við að rekstur flugvallarins hætti árið 2032 en ríkið miðar við að klára uppbyggingu á nýrri flugstöð árið 2040. Þarna blasir því við djúpstæð mótsögn á milli ríkis og borgar. Það byggir enginn flugstöð á flugvelli sem er ekki lengur til staðar. Breyta þarf Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Árið 2019 gerðu ríki og borg samkomulag um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur, á jafngóðum eða betri stað, væri tilbúinn. Sá staður hefur ekki verið fundinn. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa skapað verulega óvissu um Hvassahraun sem mögulegt flugvallarstæði og því ólíklegt að fjármagni verði varið í að byggja þar flugvöll. Þrátt fyrir það virðist meirihluti borgarstjórnar ætla að halda fast í stefnu borgarinnar um að flugvöllurinn skuli víkja árið 2032. Jafnframt leggjast borgarfulltrúar meirihlutans gegn uppbyggingu á nýrri flugstöð. Innviðauppbyggingu sem er mikilvæg til þess að tryggja öryggi og þjónustu við flugfarþega. Þetta þarf þó ekki að vera togstreita. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er mannanna verk og því má breyta. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við í Framsókn til að rekstur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður út gildistíma aðalskipulagsins. Orð og verk fara ekki saman Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur nýlega viðurkennt að engin ákvörðun liggi fyrir um nýjan flugvöll og að það geti tekið áratugi að koma nýjum flugvelli í gagnið. Hún hefur jafnframt sagt að því verði að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan enginn annar kostur er fyrir hendi. Þetta eru skynsamleg orð en þau stangast beint á við stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hætti starfsemi árið 2032. Spyrja verður því hvort að Samfylkingin ætli að endurskoða aðalskipulagið eða eru orð formannsins merkingarlaus? Hver er raunveruleg stefna flokksins? Orð eru til alls fyrst en án verka eru þau merkingarlaus. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar