Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 19:46 Mæðgurnar Unnur Ósk og Matthildur Birta er nú í fæðingarorlofi sem lýkur um áramótin. Þá segir Unnur að óvissan taki við, barnið sé ekki komið með leikskólapláss. Vísir/sigurjón Unnur Ósk Thorarensen, einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verða ekki færðir yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er faðirinn ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við mæðgunum. Það sem skyggir á fæðingarorlof Unnar og Matthildar er sú staðreynd að því fer senn að ljúka, og fyrr en ella. Hvert foreldi á rétt á sex mánaða fæðingarorlofi en barnsfaðir Unnar er ekki hluti af lífi Matthildar. „Hann hefur ekkert viljað vera partur af hennar lífi. Hans dagar detta bara út. Ég má ekki nota þá. Ég má bara nota mína sex mánuði en allt annað má ég ekki nota sem er mjög erfitt út af henni því hún er að missa sín réttindi því hennar réttur er að hafa foreldri sitt.“ Unnur hefur náð að dreifa greiðslunum yfir á tólf mánuði því mæðgurnar búa í foreldrahúsum. Síðasta greiðslan úr fæðingarorlofssjóði berst fyrsta janúar næstkomandi.Hvað gerist þá? „Það kemur bara í ljós. Ég er með vinnu og þau eru að bíða eftir að ég komi inn. Ég er með mjög gott bakland en ekki þannig að foreldrar mínir geti passað hana á meðan ég er í vinnunni. Við erum með húsnæði og frían mat og allt þetta. Þetta á ekki að vera þannig að foreldrar mínir eigi að gjalda fyrir þetta.“Unnur segir málið ekki snúast um barnsföður sinn sem slíkan heldur vilji hún að stjórnvöld átti sig á því að staða fólks getur verið flókin og mismunandi. Yfirfærsla réttinda frá föður til móður er einungis heimil ef foreldri er sannanlega eitt eins og eftir tæknifrjóvgun, ef hitt foreldrið getur ekki annast barn sitt vegna slyss, sjúkdóms, afplánunar, andláts eða í þeim tilfellum þar sem forsjárlaust foreldri hefur skerta umgengni á grundvelli niðurstöðu sýslumanns eða dómstóla. Faðernisrannsókn hafin Fæðingarorlofssjóður neitar henni um yfirfærslu réttinda en Unnur þurfti nýverið að höfða mál gegn föðurnum til að knýja fram faðernisrannsókn sem komin er í gang. Hefur kerfið verið íþyngjandi fyrir þig í fæðingarorlofinu? „Ég er búin a vera með rosa mikinn peningakvíða og kvíða yfir því að geta ekki gefið henni allt og séð um hana eins og hún á skilið en sem betur fer á ég mömmu og pabba sem geta hjálpað mér en það er ekki alltaf þannig hjá öllum,“ sagði Unnur og benti á að það væri óhugsandi fyrir hana að vera á leigumarkaði á sama tíma og hún reyndi að draga fram lífið á orlofsgreiðslunum. Það er ekki síst þess vegna sem hún vill að stjórnvöld færi tilhögun fæðingarorlofs í frjálsræðisátt til þess að hægt sé að koma betur til móts við það fólk sem er einstætt og í vanda. Draumurinn að foreldrar fái að ráða Unnur kvaðst aðspurð sannfærð um að barnsfaðir hennar myndi vilja gefa henni sína sex mánuði ef það væri heimilt.„Draumurinn minn væri ef öll börn myndu bara fá 12 mánuði og svo myndu foreldrarnir skipta þessu á milli sín þannig að hópurinn sem tilheyrir ekki norminu myndi þá ekki lenda í þessu.“ Fæðingarorlof Börn og uppeldi Tengdar fréttir Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. 28. nóvember 2025 22:47 Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28. nóvember 2025 20:45 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er faðirinn ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við mæðgunum. Það sem skyggir á fæðingarorlof Unnar og Matthildar er sú staðreynd að því fer senn að ljúka, og fyrr en ella. Hvert foreldi á rétt á sex mánaða fæðingarorlofi en barnsfaðir Unnar er ekki hluti af lífi Matthildar. „Hann hefur ekkert viljað vera partur af hennar lífi. Hans dagar detta bara út. Ég má ekki nota þá. Ég má bara nota mína sex mánuði en allt annað má ég ekki nota sem er mjög erfitt út af henni því hún er að missa sín réttindi því hennar réttur er að hafa foreldri sitt.“ Unnur hefur náð að dreifa greiðslunum yfir á tólf mánuði því mæðgurnar búa í foreldrahúsum. Síðasta greiðslan úr fæðingarorlofssjóði berst fyrsta janúar næstkomandi.Hvað gerist þá? „Það kemur bara í ljós. Ég er með vinnu og þau eru að bíða eftir að ég komi inn. Ég er með mjög gott bakland en ekki þannig að foreldrar mínir geti passað hana á meðan ég er í vinnunni. Við erum með húsnæði og frían mat og allt þetta. Þetta á ekki að vera þannig að foreldrar mínir eigi að gjalda fyrir þetta.“Unnur segir málið ekki snúast um barnsföður sinn sem slíkan heldur vilji hún að stjórnvöld átti sig á því að staða fólks getur verið flókin og mismunandi. Yfirfærsla réttinda frá föður til móður er einungis heimil ef foreldri er sannanlega eitt eins og eftir tæknifrjóvgun, ef hitt foreldrið getur ekki annast barn sitt vegna slyss, sjúkdóms, afplánunar, andláts eða í þeim tilfellum þar sem forsjárlaust foreldri hefur skerta umgengni á grundvelli niðurstöðu sýslumanns eða dómstóla. Faðernisrannsókn hafin Fæðingarorlofssjóður neitar henni um yfirfærslu réttinda en Unnur þurfti nýverið að höfða mál gegn föðurnum til að knýja fram faðernisrannsókn sem komin er í gang. Hefur kerfið verið íþyngjandi fyrir þig í fæðingarorlofinu? „Ég er búin a vera með rosa mikinn peningakvíða og kvíða yfir því að geta ekki gefið henni allt og séð um hana eins og hún á skilið en sem betur fer á ég mömmu og pabba sem geta hjálpað mér en það er ekki alltaf þannig hjá öllum,“ sagði Unnur og benti á að það væri óhugsandi fyrir hana að vera á leigumarkaði á sama tíma og hún reyndi að draga fram lífið á orlofsgreiðslunum. Það er ekki síst þess vegna sem hún vill að stjórnvöld færi tilhögun fæðingarorlofs í frjálsræðisátt til þess að hægt sé að koma betur til móts við það fólk sem er einstætt og í vanda. Draumurinn að foreldrar fái að ráða Unnur kvaðst aðspurð sannfærð um að barnsfaðir hennar myndi vilja gefa henni sína sex mánuði ef það væri heimilt.„Draumurinn minn væri ef öll börn myndu bara fá 12 mánuði og svo myndu foreldrarnir skipta þessu á milli sín þannig að hópurinn sem tilheyrir ekki norminu myndi þá ekki lenda í þessu.“
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Tengdar fréttir Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. 28. nóvember 2025 22:47 Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28. nóvember 2025 20:45 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. 28. nóvember 2025 22:47
Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28. nóvember 2025 20:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44