Björn Dagbjartsson er látinn Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 18:07 Björn Dagbjartsson var meðal annars þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðsend Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Fjölskylda Björns greinir frá andlátinu en Björn lést á Landspítalanum 11. desember. Björn fæddist 19. janúar 1937 í Álftagerði í Mývatnssveit, elstur sex barna hjónanna Dagbjarts Sigurðssonar og Kristjönu Ásbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og síðan doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Rutgers University í New Jersey 1972. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1965–1966. Árin 1966–1969 og 1972–1974 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og var þar forstjóri 1974–1984. Þá var hann aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980 og ritaði margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur. Björn var valinn Penni ársins af ritstjórn Dagblaðsins Vísis árið 1982 fyrir „stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál“. Björn var alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1984–1987. Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987–2001 og sinnti brautryðjendastarfi við uppbyggingu þróunarsamstarfs Íslands og landanna sunnan Sahara. Frá 2001 til 2005 var hann sendiherra Íslands í Mósambík, Suður-Afríku og Namibíu. Var hann fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Björn var virkur í starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi um áratugaskeið og kom ásamt Gunnhildi Sigurðardóttur á samstarfi milli Rótarýklúbba á Íslandi og í Kimberley í Suður-Afríku um byggingu og rekstur barnaheimilis í einu af fátækustu hverfum borgarinnar. Eiginkona Björns var Sigrún Valdimarsdóttir, bankastarfsmaður og leiðsögumaður, fædd 9. janúar 1936, en hún lést 6. maí 2001. Sambýliskona Björns var Sigríður Jóhannesdóttir bankastarfsmaður, fædd 8. júní 1939, en hún lést 18. september 2005. Eftirlifandi sambýliskona Björns er Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur en einnig lætur Björn eftir sig dæturnar Sigurveigu Huld Sigurðardóttur og Brynhildi Björnsdóttur, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn. Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Fjölskylda Björns greinir frá andlátinu en Björn lést á Landspítalanum 11. desember. Björn fæddist 19. janúar 1937 í Álftagerði í Mývatnssveit, elstur sex barna hjónanna Dagbjarts Sigurðssonar og Kristjönu Ásbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og síðan doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Rutgers University í New Jersey 1972. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1965–1966. Árin 1966–1969 og 1972–1974 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og var þar forstjóri 1974–1984. Þá var hann aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980 og ritaði margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur. Björn var valinn Penni ársins af ritstjórn Dagblaðsins Vísis árið 1982 fyrir „stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál“. Björn var alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1984–1987. Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987–2001 og sinnti brautryðjendastarfi við uppbyggingu þróunarsamstarfs Íslands og landanna sunnan Sahara. Frá 2001 til 2005 var hann sendiherra Íslands í Mósambík, Suður-Afríku og Namibíu. Var hann fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Björn var virkur í starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi um áratugaskeið og kom ásamt Gunnhildi Sigurðardóttur á samstarfi milli Rótarýklúbba á Íslandi og í Kimberley í Suður-Afríku um byggingu og rekstur barnaheimilis í einu af fátækustu hverfum borgarinnar. Eiginkona Björns var Sigrún Valdimarsdóttir, bankastarfsmaður og leiðsögumaður, fædd 9. janúar 1936, en hún lést 6. maí 2001. Sambýliskona Björns var Sigríður Jóhannesdóttir bankastarfsmaður, fædd 8. júní 1939, en hún lést 18. september 2005. Eftirlifandi sambýliskona Björns er Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur en einnig lætur Björn eftir sig dæturnar Sigurveigu Huld Sigurðardóttur og Brynhildi Björnsdóttur, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn.
Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira