Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 11:10 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kom Evrópu til varnar gegn orrahríð bandarískra ráðamanna. Vísir/EPA Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira