Enski boltinn

Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu

Sindri Sverrisson skrifar
Malick Thiaw og Nick Woltemade fagna saman marki fyrir Newcastle.
Malick Thiaw og Nick Woltemade fagna saman marki fyrir Newcastle. Getty/Chris Brunskill

Þjóðverjarnir Nick Woltemade og Malick Thiaw fá að kynnast alvöru enskum grannaslag á sunnudaginn þegar Sunderland og Newcastle mætast loks aftur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Woltemade og Thiaw hafa sett sinn svip á lið Newcastle eftir að hafa komið til félagsins í sumar.

Þeir fengu hins vegar allt aðra áskorun í vikunni þegar þeir voru fengnir til að reyna sig í varalestri.

Áskorunin virkaði þannig að annar þeirra þurfti að hlusta á dúndrandi tónlist í heyrnartólum og reyna að giska á það hvað hinn var að segja, og það ekki á eigin tungumáli heldur ensku. 

Sumt gekk vel en annað alls ekki, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Woltemade og Thiaw fengu erfiða áskorun

Sunderland er nýliði í úrvalsdeildinni eftir að hafa síðast spilað þar 2017, sama ár og Newcastle vann sig aftur upp í deildina, og stuðningsmenn liðanna hafa því mátt bíða eftir grannaslagnum sem hefst klukkan 14 á sunnudag.

Fyrir 16. umferðina er Sunderland ofar í deildinni, með 23 stig í 9. sæti, en Newcastle er með 22 stig í 12. sæti, í þéttum pakka liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×