Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 07:46 Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun