Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 13. desember 2025 09:00 Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Kílómetragjald Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar