Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Lovísa Arnardóttir skrifar 13. desember 2025 23:28 Runólfur segir áhyggjuefni að inflúensan eigi eftir að halda áfram í einhvern tíma. Starfsmenn muni þurfa að grípa til ýnissa Vísir/Vilhelm og Þorkell Þorkelsson Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. „Þetta róaðist þegar leið á kvöldið, sem betur fer, en við erum að búast við miklu ágengari vanda í þessari inflúensu,“ segir hann og að fréttir frá nágrannaríkjum bendi til þess að inflúensufaraldurinn í ár sé nokkuð umsvifamikill. Fjallað hefur verið um það í dag og í gær að vista hafi þurft sjúklinga á bráðamóttökunni í bílageymslu þar sem sjúkrabílar koma yfirleitt með sjúklinga til að skila þeim af sér. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélags Íslands hafa gagnrýnt þessa ráðstöfun. Framkvæmdastjóri bráðamóttökunnar sagði í viðtali við Vísi í kvöld að staðan væri betri en það yrði gripið til þessa ráðs aftur ef það kemur til slíks ástands aftur. Runólfur segir stöðuna geta breyst mjög hratt. „Þetta gengur bara út á það hvað aðflæðið er mikið af veiku fólki.“ Runólfur segir muna um hvert pláss á spítalanum og að til dæmis hafi bruninn á Hrafnistu í nóvember enn áhrif. Rýma þurfti hluta heimilisins þegar eldurinn kviknaði og sagði forstjóri Hrafnistu 22 af 99 hjúkrunarrýmum ónothæf eftir eldsvoðann. „Það munar um allt. Ástæðan fyrir því að staðan verður svona þung er þegar af einhverjum ástæðum fjöldi sjúklinga sem leita á bráðamóttökurnar eykst. Þá er svigrúmið svo takmarkað og í rauninni nánast ekkert til þess að mæta auknu álagi sem er í raun venjulegur hluti af heilbrigðisþjónustu. Þetta getur verið mjög sveiflukennt.“ Mikill fjöldi að bíða og bruni hafi áhrif Hann segir að undanfarið hafi þeim fjölgað á spítalanum sem eru með samþykktan heilsu- og færnimat og bíða á spítalanum eftir því að komast á hjúkrunarheimili. „Þau eru komin upp í tæplega hundrað,“ segir hann og að það megi búast við því að það muni áfram um þau rými sem töpuðust í brunanum á Hrafnistu á Sléttuvegi. „Það munar um allt. Staðan nefnilega er þannig að við erum með fæst bráðalegurými miðað við íbúafjölda hérna á Íslandi af þessum vestrænu þjóðum,“ segir hann og að það hafi verið talað reglulega um þetta frá því í heimsfaraldri og varað við því. Ofan á það bætist skortur á hjúkrunarrýmum. „Það er náttúrulega bara viðbúið að þegar álag eykst þá verður staðan mjög þung og það bara verður þannig áfram, því miður, þangað til að þessi aðstaða sem að við búum við batnar. Að við fáum fleiri legurými.“ Runólfur segir þessa ráðstöfun, þótt óvenjuleg sé, eiga sér hliðstæðu í öðrum löndum þegar gríðarlegt álag myndast. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra bráðamóttökunnar fyrr í kvöld að um 200 hefðu leitað á bráðamóttökuna daglega nærri alla vikuna. Meðaltal ársins sé um 180 og það muni verulega um þessa 10 til 20. „Þegar að sérstakar aðstæður skapast og gríðarlegt álag myndast í tengslum við svona farsóttir. Hugsunin með þessu er að setja þá sem eru smitaðir saman í stórt rými svo þeir séu ekki að smita aðra. Við bara búum ekki yfir neinum slíkum rýmum,“ segir hann og að annars staðar hafi verið notuð skýli eða einhver önnur óhefðbundin sjúkrahúsrými. „En aðalatriðið er að við náttúrulega erum að hugsa einmitt um öryggi sjúklinga, að reyna að forðast smit.“ Sjúklingum var komið fyrir í bílageymslu sjúkrabíla. Runólfur segir það tímabundna lausn en það hafi vantað pláss til að tryggja öryggi allra. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Persónuvernd ábótavant Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýndi þessa ráðstöfun í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld og vísaði sérstaklega til persónuverndar. Runólfur segir henni ábótavant alla jafna þegar fólk er vistað á göngum spítalans. „Þetta er búið að vera þekkt árum saman. Þessu er öllu saman ábótavant en þetta er alltaf bara spurning um hvað er best að gera í þágu þeirra veiku hverju sinni og ef aðstæður skortir algjörlega þá verður að hugsa fyrir einhverjum nýjum lausnum.“ Þessi bílageymslulausn sé algjör undantekning og það sé verið að reyna að hugsa fyrir öðrum lausnum. Það séu takmarkaðir möguleikar. Runólfur segir það mikið áhyggjuefni að inflúensan sé langt frá því að vera búin að toppa sig. „Það er áhyggjuefni að við eigum alveg eins von á því að þetta haldi áfram í einhvern tíma og verði kannski verra og þá verðum við að grípa til þeirra ráðstafana sem við teljum að séu í bestu þágu þeirra veiku og allra sem að þarfnast bráðaþjónustu á Landspítala.“ Plássleysið þekkt breyta Hann segir skipta miklu máli að reyna að forðast útbreiðslu smits. Það séu aðrir á bráðamóttöku sem ekki eru með inflúensu eða eru með Covid og þau vilji reyna að koma í veg fyrir að þau séu saman og smiti hvert annað. „Aðstæður eru bágbornar, það verður bara að segjast eins og er, til þess að mæta svona álagi, svona umfangi sjúklinga. Þá eru bara aðstæður því miður ekki betri, og það er búið að vera þekkt árum saman.“ Hann segir þetta breytast með nýjum spítala. Bráðamóttakan á nýja meðferðarkjarnanum verði fyrsta flokks með nægt rými en á sama tíma verði að tryggja nægan fjölda legurýma. Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli. 11. desember 2025 22:30 Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. 11. desember 2025 17:57 Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28. nóvember 2025 12:01 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Þetta róaðist þegar leið á kvöldið, sem betur fer, en við erum að búast við miklu ágengari vanda í þessari inflúensu,“ segir hann og að fréttir frá nágrannaríkjum bendi til þess að inflúensufaraldurinn í ár sé nokkuð umsvifamikill. Fjallað hefur verið um það í dag og í gær að vista hafi þurft sjúklinga á bráðamóttökunni í bílageymslu þar sem sjúkrabílar koma yfirleitt með sjúklinga til að skila þeim af sér. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélags Íslands hafa gagnrýnt þessa ráðstöfun. Framkvæmdastjóri bráðamóttökunnar sagði í viðtali við Vísi í kvöld að staðan væri betri en það yrði gripið til þessa ráðs aftur ef það kemur til slíks ástands aftur. Runólfur segir stöðuna geta breyst mjög hratt. „Þetta gengur bara út á það hvað aðflæðið er mikið af veiku fólki.“ Runólfur segir muna um hvert pláss á spítalanum og að til dæmis hafi bruninn á Hrafnistu í nóvember enn áhrif. Rýma þurfti hluta heimilisins þegar eldurinn kviknaði og sagði forstjóri Hrafnistu 22 af 99 hjúkrunarrýmum ónothæf eftir eldsvoðann. „Það munar um allt. Ástæðan fyrir því að staðan verður svona þung er þegar af einhverjum ástæðum fjöldi sjúklinga sem leita á bráðamóttökurnar eykst. Þá er svigrúmið svo takmarkað og í rauninni nánast ekkert til þess að mæta auknu álagi sem er í raun venjulegur hluti af heilbrigðisþjónustu. Þetta getur verið mjög sveiflukennt.“ Mikill fjöldi að bíða og bruni hafi áhrif Hann segir að undanfarið hafi þeim fjölgað á spítalanum sem eru með samþykktan heilsu- og færnimat og bíða á spítalanum eftir því að komast á hjúkrunarheimili. „Þau eru komin upp í tæplega hundrað,“ segir hann og að það megi búast við því að það muni áfram um þau rými sem töpuðust í brunanum á Hrafnistu á Sléttuvegi. „Það munar um allt. Staðan nefnilega er þannig að við erum með fæst bráðalegurými miðað við íbúafjölda hérna á Íslandi af þessum vestrænu þjóðum,“ segir hann og að það hafi verið talað reglulega um þetta frá því í heimsfaraldri og varað við því. Ofan á það bætist skortur á hjúkrunarrýmum. „Það er náttúrulega bara viðbúið að þegar álag eykst þá verður staðan mjög þung og það bara verður þannig áfram, því miður, þangað til að þessi aðstaða sem að við búum við batnar. Að við fáum fleiri legurými.“ Runólfur segir þessa ráðstöfun, þótt óvenjuleg sé, eiga sér hliðstæðu í öðrum löndum þegar gríðarlegt álag myndast. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra bráðamóttökunnar fyrr í kvöld að um 200 hefðu leitað á bráðamóttökuna daglega nærri alla vikuna. Meðaltal ársins sé um 180 og það muni verulega um þessa 10 til 20. „Þegar að sérstakar aðstæður skapast og gríðarlegt álag myndast í tengslum við svona farsóttir. Hugsunin með þessu er að setja þá sem eru smitaðir saman í stórt rými svo þeir séu ekki að smita aðra. Við bara búum ekki yfir neinum slíkum rýmum,“ segir hann og að annars staðar hafi verið notuð skýli eða einhver önnur óhefðbundin sjúkrahúsrými. „En aðalatriðið er að við náttúrulega erum að hugsa einmitt um öryggi sjúklinga, að reyna að forðast smit.“ Sjúklingum var komið fyrir í bílageymslu sjúkrabíla. Runólfur segir það tímabundna lausn en það hafi vantað pláss til að tryggja öryggi allra. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Persónuvernd ábótavant Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýndi þessa ráðstöfun í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld og vísaði sérstaklega til persónuverndar. Runólfur segir henni ábótavant alla jafna þegar fólk er vistað á göngum spítalans. „Þetta er búið að vera þekkt árum saman. Þessu er öllu saman ábótavant en þetta er alltaf bara spurning um hvað er best að gera í þágu þeirra veiku hverju sinni og ef aðstæður skortir algjörlega þá verður að hugsa fyrir einhverjum nýjum lausnum.“ Þessi bílageymslulausn sé algjör undantekning og það sé verið að reyna að hugsa fyrir öðrum lausnum. Það séu takmarkaðir möguleikar. Runólfur segir það mikið áhyggjuefni að inflúensan sé langt frá því að vera búin að toppa sig. „Það er áhyggjuefni að við eigum alveg eins von á því að þetta haldi áfram í einhvern tíma og verði kannski verra og þá verðum við að grípa til þeirra ráðstafana sem við teljum að séu í bestu þágu þeirra veiku og allra sem að þarfnast bráðaþjónustu á Landspítala.“ Plássleysið þekkt breyta Hann segir skipta miklu máli að reyna að forðast útbreiðslu smits. Það séu aðrir á bráðamóttöku sem ekki eru með inflúensu eða eru með Covid og þau vilji reyna að koma í veg fyrir að þau séu saman og smiti hvert annað. „Aðstæður eru bágbornar, það verður bara að segjast eins og er, til þess að mæta svona álagi, svona umfangi sjúklinga. Þá eru bara aðstæður því miður ekki betri, og það er búið að vera þekkt árum saman.“ Hann segir þetta breytast með nýjum spítala. Bráðamóttakan á nýja meðferðarkjarnanum verði fyrsta flokks með nægt rými en á sama tíma verði að tryggja nægan fjölda legurýma.
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli. 11. desember 2025 22:30 Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. 11. desember 2025 17:57 Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28. nóvember 2025 12:01 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli. 11. desember 2025 22:30
Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. 11. desember 2025 17:57
Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28. nóvember 2025 12:01