Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Lovísa Arnardóttir skrifar 13. desember 2025 22:06 Stein Olav og Bjarnveig Birta á Prikinu í kvöld. Aðsend Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav Romslo eru sigurvegarar forprófkjörs Hallveigar – ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Bjarnveig Birta fékk 268 atkvæði og Stein Olav Romslo 260 atkvæði. Bjarnveig og Stein Olav verða því fulltrúar þeirra í prófkjöri Samfylkingar fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Framboðsfrestur er til 3. janúar en flokksvalið fer fram þann 24. sama mánaðar. Í tilkynningu frá Hallveigu kemur fram að Bjarnveig Birta sé 33 ára þriggja barna móðir sem býr í Grafarvoginum sem starfar sem rekstrarstjóri Tulipop. „Forprófkjör Hallveigar í Reykjavík sýnir metnaðinn í pólitísku starfi ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Það er frábært að sjá hvað flokkurinn býr að góðum mannauð og ég hlakka mikið til að ganga sameinuð til flokksvals í janúar. Nú yngjum við upp í borgarstjórn,“ segir Bjarnveig Birta í tilkynningu. Stein Olav er 32 ára og hefur starfað sem stærðfræðikennari í Hagaskóla um árabil. „Ég er fyrst og fremst stoltur af baráttunni og að okkur hafi gengið svona vel. Takk öll sem lögðu mér lið,“ er haft eftir Stein Olav í tilkynningunni. Mikill fjöldi kom saman á Prikinu í kvöld vegna forprófkjörsins. Aðsend Úrslitin voru tilkynnt á Prikinu í kvöld. „Fjöldi fólks kom saman og er ljóst að eftirvæntingin fyrir borgarstjórnarkosningum og ungum andlitum í borgarstjórn er mikil,“ segir Jóhannes Óli Sveinsson, forseti ungs jafnaðarfólks, í tilkynningunni. Prófkjörið fór fram dagana 11.-13. desember og þar valdi ungt jafnaðarfólk í Reykjavík tvo fulltrúa ungs fólks fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 24. janúar 2026. Á kjörskrá voru 971 manns og bárust alls 564 atkvæði. Kjörsókn var 58,08 prósent. Ætla fram og ekki fram Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, hefur þegar tilkynnt að hann sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í vor, Sabine Leskopf tilkynnti í vikunni að hún geti ekki farið fram fyrir flokkinn aftur og fylgt sannfæringu sinni. Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tilkynnti einnig í vikunni að hún sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar. Ekki liggur fyrir hvaða sætum þau Bjarnveig og Stein munu sækjast eftir. Reykjavík Samfylkingin Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. 11. desember 2025 10:35 Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. 5. desember 2025 18:47 Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 10. desember 2025 10:35 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Bjarnveig og Stein Olav verða því fulltrúar þeirra í prófkjöri Samfylkingar fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Framboðsfrestur er til 3. janúar en flokksvalið fer fram þann 24. sama mánaðar. Í tilkynningu frá Hallveigu kemur fram að Bjarnveig Birta sé 33 ára þriggja barna móðir sem býr í Grafarvoginum sem starfar sem rekstrarstjóri Tulipop. „Forprófkjör Hallveigar í Reykjavík sýnir metnaðinn í pólitísku starfi ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Það er frábært að sjá hvað flokkurinn býr að góðum mannauð og ég hlakka mikið til að ganga sameinuð til flokksvals í janúar. Nú yngjum við upp í borgarstjórn,“ segir Bjarnveig Birta í tilkynningu. Stein Olav er 32 ára og hefur starfað sem stærðfræðikennari í Hagaskóla um árabil. „Ég er fyrst og fremst stoltur af baráttunni og að okkur hafi gengið svona vel. Takk öll sem lögðu mér lið,“ er haft eftir Stein Olav í tilkynningunni. Mikill fjöldi kom saman á Prikinu í kvöld vegna forprófkjörsins. Aðsend Úrslitin voru tilkynnt á Prikinu í kvöld. „Fjöldi fólks kom saman og er ljóst að eftirvæntingin fyrir borgarstjórnarkosningum og ungum andlitum í borgarstjórn er mikil,“ segir Jóhannes Óli Sveinsson, forseti ungs jafnaðarfólks, í tilkynningunni. Prófkjörið fór fram dagana 11.-13. desember og þar valdi ungt jafnaðarfólk í Reykjavík tvo fulltrúa ungs fólks fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 24. janúar 2026. Á kjörskrá voru 971 manns og bárust alls 564 atkvæði. Kjörsókn var 58,08 prósent. Ætla fram og ekki fram Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, hefur þegar tilkynnt að hann sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í vor, Sabine Leskopf tilkynnti í vikunni að hún geti ekki farið fram fyrir flokkinn aftur og fylgt sannfæringu sinni. Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tilkynnti einnig í vikunni að hún sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar. Ekki liggur fyrir hvaða sætum þau Bjarnveig og Stein munu sækjast eftir.
Reykjavík Samfylkingin Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. 11. desember 2025 10:35 Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. 5. desember 2025 18:47 Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 10. desember 2025 10:35 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. 11. desember 2025 10:35
Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. 5. desember 2025 18:47
Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 10. desember 2025 10:35