Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar 15. desember 2025 08:02 Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun