Lífið

Snjó­korn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það

Boði Logason skrifar
Lilja Katrín, Heimir og Ómar vakna með hlustendum Bylgjunnar alla morgna klukkan 06:50.
Lilja Katrín, Heimir og Ómar vakna með hlustendum Bylgjunnar alla morgna klukkan 06:50. Bylgjan

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa vakið mikla lukku. Í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.

Nýjasti þátturinn er sérstakur jólaþáttur og valdi leynigesturinn sér jólalag sem er í vöðvaminni heillar þjóðar - Snjókorn falla með Ladda.

Það má með sanni segja að þessi útgáfa af laginu sé óvanaleg, hálfgert rapp og kom það öllu Bítinu í mikið jólaskap.

En hver er undir pokanum? Hægt er að giska á það inni á Facebook-síðu Bylgjunnar og eru veglegar vinningar í boði fyrir heppinn aðila sem giskar á rétt. Einnig verður opnað fyrir símann í Bítinu á Bylgjunni á morgun, miðvikudag, á milli klukkan 9 og 10 og þar verður einnig hægt að giska á hver leynigesturinn er.

Nýjasti þáttur af Bítinu í bílnum er hér fyrir neðan og við getum nánast lofað því að hann kemur ykkur í jólaskap. Nú fara vefþættirnir í smá jólafrí en snúa aftur á sjálfum þrettándanum, 6. janúar.

Klippa: Bítið í bílnum - Óvanalegur flutningur á frægu jólalagi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.