Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:32 Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun