Enski boltinn

Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikk­haus með röddina“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Stefáni Árna og Alberti þegar leikarinn Hákon Jóhannesson mætti í VARsjána.
Það var gaman hjá Stefáni Árna og Alberti þegar leikarinn Hákon Jóhannesson mætti í VARsjána. Sýn Sport

Leikarinn Hákon Jóhannesson var gestur Stefáns Árna Pálssonar og Alberts Brynjars Ingasonar í nýjasta þættinum af VARsjánni og þá var notað tækifæri til að rifja upp gamalt viðtal sem Stefán Pálsson tók við Hákon.

Stefán Árni sýndi þetta viðtal sem hann tók við Hákon á leik Vals og Víkings í fyrstu umferð Bestu deildarinnar sumarið 2019.

„Þetta var mín frumraun í fjölmiðlum. Heiður að fá að deila henni með þér á sínum tíma. Þetta var árið 2019 og þetta eru orðin einhver ár síðan,“ sagði Hákon sposkur.

„Eigum við að segja að þú hafir trollað Stebba þarna,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í.

Hittumst sex dögum seinna

„Mjög því ég þekkti manninn ekki. Hann var ekki orðinn einn besti og þekktasti leikari landsins þarna. Síðan fer ég að vinna við Eurovision í Ísrael. Við hittumst þar svona sex dögum seinna,“ sagði Stefán.

Klippa: „Ó nei, þetta er gæinn sem tók viðtalið við mig“

„Ég horfi bara á þennan gaur: Þetta er þessi klikkhaus með röddina,“ sagði Stefán.

„Ég var smá þegar ég sá þig þar: Ó, nei, þetta er gæinn sem tók viðtalið við mig,“ sagði Hákon.

Albert fékk að hlusta aftur á brot úr viðtalinu og var strax búinn að finna hvern þessi rödd minnti hann á.

Eins og ég sé að hlusta á Óla Jó

„Áður hann kemur í mynd þá finnst mér bara eins og ég sé að hlusta á Óla Jó að vera að gera upp leikinn,“ sagði Albert.

„Ég er ekki að ljúga þegar ég segi ykkur að ég hef heyrt þetta áður,“ sagði Hákon.

„Það er mjög gaman að rifja þetta upp því maður er bara að taka viðtal við ungan mann með flotta derhúfu, flottan til fara, og maður býst bara við: Ég er bara spenntur fyrir leiknum. Svo kemur þetta í andlitið á manni. Ég vissi ekki neitt hvernig ég ætti að bregðast við,“ sagði Stefán Árni.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið og viðbrögð strákanna við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×