Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2025 21:01 Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Rúv í síðustu viku á meðan stjórn ákvað hvort Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent eru ánægð með ákvörðun Ríkisútvarpsins að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Breytingarnar hafa verið gerðar á keppninni og stendur ekki til að sykurhúða hana að óþörfu. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem gerð var 11. til 17. desember, er mikill meirihluti landsmanna ánægður með ákvörðun Rúv um að taka ekki þátt í Eurovision í Austurríki í maí næstkomandi. Vísir/Hjalti Tæp 57 prósent eru mjög ánægð með ákvörðunina og um 14 prósent ánægð á meðan 6 prósent segjast óánægð og tæp 11 prósent mjög óánægð. Lítill munur er á afstöðu milli aldurshópa og kynja en mestur munur er milli kjósenda mismunandi flokka. Vísir/Hjalti Þar eru kjósendur Flokks fólksins, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Viðreisnar og VG ánægðastir með ákvörðunina en kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks óánægðastir með ákvörðunina. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu í gær að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á fyrirkomulaginu vegna mikillar gagnrýni og óánægju undanfarið. Athygli vakti þegar síðasta keppni fór fram að óánægjuhróp áhorfenda á meðan lag Ísraels var flutt heyrðust ekki í sjónvarpsútsendingu, heldur voru yfirgnæfð með tónlist, þó þau heyrðust vel í sal. Þetta verður ekki gert í Vín í Austurríki, þar sem keppnin fer fram næsta maí. Eins verður leyfilegt að flagga palestínska fánanum í höllinni, annað en undanfarin ár. Keppnin hefur sjaldan verið umdeildari en auk Íslands hafa Spánn, Holland, Írland og Slóvenía dregið sig úr keppni vegna þátttöku Ísraela. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Tengdar fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Áhorfendur í sal mega flagga palestínskum fánum í Eurovision-höllinni í Vín í maí á næsta ári og þá verða óánægjuhróp áhorfenda á meðan á flutningi ísraelska lagsins stendur ekki yfirgnæfð í sjónvarpi með tónlist. 16. desember 2025 14:33 Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. 15. desember 2025 12:50 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12. desember 2025 23:56 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem gerð var 11. til 17. desember, er mikill meirihluti landsmanna ánægður með ákvörðun Rúv um að taka ekki þátt í Eurovision í Austurríki í maí næstkomandi. Vísir/Hjalti Tæp 57 prósent eru mjög ánægð með ákvörðunina og um 14 prósent ánægð á meðan 6 prósent segjast óánægð og tæp 11 prósent mjög óánægð. Lítill munur er á afstöðu milli aldurshópa og kynja en mestur munur er milli kjósenda mismunandi flokka. Vísir/Hjalti Þar eru kjósendur Flokks fólksins, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Viðreisnar og VG ánægðastir með ákvörðunina en kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks óánægðastir með ákvörðunina. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu í gær að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á fyrirkomulaginu vegna mikillar gagnrýni og óánægju undanfarið. Athygli vakti þegar síðasta keppni fór fram að óánægjuhróp áhorfenda á meðan lag Ísraels var flutt heyrðust ekki í sjónvarpsútsendingu, heldur voru yfirgnæfð með tónlist, þó þau heyrðust vel í sal. Þetta verður ekki gert í Vín í Austurríki, þar sem keppnin fer fram næsta maí. Eins verður leyfilegt að flagga palestínska fánanum í höllinni, annað en undanfarin ár. Keppnin hefur sjaldan verið umdeildari en auk Íslands hafa Spánn, Holland, Írland og Slóvenía dregið sig úr keppni vegna þátttöku Ísraela.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Tengdar fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Áhorfendur í sal mega flagga palestínskum fánum í Eurovision-höllinni í Vín í maí á næsta ári og þá verða óánægjuhróp áhorfenda á meðan á flutningi ísraelska lagsins stendur ekki yfirgnæfð í sjónvarpi með tónlist. 16. desember 2025 14:33 Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. 15. desember 2025 12:50 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12. desember 2025 23:56 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Áhorfendur í sal mega flagga palestínskum fánum í Eurovision-höllinni í Vín í maí á næsta ári og þá verða óánægjuhróp áhorfenda á meðan á flutningi ísraelska lagsins stendur ekki yfirgnæfð í sjónvarpi með tónlist. 16. desember 2025 14:33
Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. 15. desember 2025 12:50
Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12. desember 2025 23:56