Innlent

Taka enn tuttugu þúsund króna beygju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ökumaður beygir úr Bríetartúni til vinstri inn í Borgartúnið. Þessi hefur líkast til sloppið við sekt.
Ökumaður beygir úr Bríetartúni til vinstri inn í Borgartúnið. Þessi hefur líkast til sloppið við sekt.

Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn.

Fréttastofu bárust í gærkvöldi myndir sem sýna ökumenn taka beygjuna til vinstri úr Bríetartúni inn í Borgartúnið þrátt fyrir skilti þess efnis að vinstri beygja sé bönnuð.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag kom fram að þrátt fyrir áberandi merkingar þá væru ökumenn gripnir við umferðarlagabrot og sektaðir fyrir vikið.

Vinstri beygja inn í Borgartúnið.

„Við minnum því ökumenn á að virða þessi umferðarmerki sem önnur, bæði öryggisins vegna en líka til að forðast óþarfa útgjöld, en sektin fyrir þetta brot er 20 þúsund kr.,“ sagði í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×