Enski boltinn

Benti á hinn ís­lenska Dan Burn

Sindri Sverrisson skrifar
Dan Burn er búinn að vinna sig inn í enska landsliðið. Hann á íslenskan tvífara.
Dan Burn er búinn að vinna sig inn í enska landsliðið. Hann á íslenskan tvífara. Getty/Alex Pantling

Leikarinn Hákon Jóhannesson mætti í VARsjána á Sýn Sport í vikunni og benti á athyglisverða tvífara. Annar spilar í ensku úrvalsdeildinni en hinn er íslenskur Ólympíufari og sjónvarpsstjarna.

Leikmaðurinn er hinn stóri og stæðilegi varnarmaður Dan Burn sem hefur blómstrað hjá Newcastle en glímir þó nú við meiðsli. Hann afrekaði fyrr á þessu ári að leika sína fyrstu landsleiki fyrir England, þá að verða 33 ára gamall.

Hákon benti á að Burn væri sláandi líkur Venna Páer, karakternum sem að Vernharð Þorleifsson gerði ódauðlegan. Vernharð, sem er fyrrverandi Ólympíufari í júdó, er ekki síður hraustur en Burn.

Klippa: VARsjáin - Tvífarar vikunnar

Brotið rifbein og gat á lunga

Burn verður ekki með Newcastle á næstunni því hann meiddist í nágrannaslagnum við Sunderland á sunnudaginn. Hann fékk hnéð á Nordi Mukiele í sig og við það brotnaði rifbein og gat kom á lunga. Miðvörðurinn reyndi samt að halda áfram leik en var að lokum skipt út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×