Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar 19. desember 2025 08:02 Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Í grein Einars Geirs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði, 12. desember 2025 eru dregnar upp þungar fullyrðingar um að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar byggi á jákvæðum frösum. Hann fullyrðir að móttaka flóttafólks hafi valdið sveitarfélaginu verulegum og einhliða kostnaði. Við tökum umræðu um þessi mál alvarlega, enda snýr hún bæði að fjármálum bæjarins og samfélagslegri ábyrgð. En umræðan verður að byggja á staðreyndum. Hvernig staðan varð svona í raun Förum aðeins yfir söguna og staðreyndir málsins. Samkvæmt lögum bera félags- og húsnæðismálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið ábyrgð á móttöku flóttafólks og veitingu dvalarleyfa hér á landi. Í því skyni hefur ríkið gert samninga við sveitarfélög um þjónustu. Hafnarfjörður, ásamt Reykjavík og Reykjanesbæ, var til 31. júlí 2025 með samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ríkið hafði staðsett í búsetuúrræðum í viðkomandi sveitarfélagi, húsnæði á leigu í umsjón ríkisins. Þegar umsækjendur fá dvalarleyfi en eru enn í þessum úrræðum og hafa ekki fengið varanlegt húsnæði, verða þeir tímabundið óstaðsettir þar sem þeir dvelja. Þá er sveitarfélaginu skylt að veita aðstoð á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þetta skýrir hvers vegna fleiri einstaklingar hafa fengið þjónustu í Hafnarfirði en í sumum nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki vegna þess að Hafnarfjörður hafi valið að taka við fleiri, heldur vegna þess hvernig ríkið setti upp búsetuúrræðin og hvernig lögbundin ábyrgð sveitarfélaga virkjar þjónustu þegar fólk fær dvalarleyfi. Samningarnir tryggja fjármagn og setja tölurnar í rétt samhengi Hafnarfjarðarbær hefur veitt þjónustu við flóttafólk á grundvelli samninga við ríkið, bæði vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og vegna fyrstu ára eftir veitingu dvalarleyfis í samræmdri móttöku. Samningarnir tryggja fjármagn til að standa undir þjónustunni. Hafnarfjarðarbær hefur frá 2019 til lok árs 2025 lagt út fyrir kostnaði að upphæð 4,6 milljarða króna vegna málaflokksins. Á sama tíma hafa tekjur á grundvelli samninga við ríkið staðið undir þeim kostnaði, þar á meðal launakostnaði, endurgreiðslum vegna neyðaraðstoðar, framfærslu og ýmissa virkniúrræða. Þegar þetta samhengi vantar er talan sett fram eins og hún sé eingöngu kostnaður fyrir bæinn, sem stenst ekki. Heildarlaunakostnaður Alþjóðateymis frá árinu 2023 til og með nóvember 2025 er um 653 milljónir króna og bærinn hefur tekjur frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði á grundvelli samninga. Varðandi fjárhagsaðstoð, síðustu fimm ár hafa 1.497 einstaklingar fengið aðstoð. Í þeim hópi eru einstaklingar sem fá fyrstu aðstoð og félagslega ráðgjöf vegna þess að þeir verða óstaðsettir í sveitarfélaginu eftir veitingu dvalarleyfis, áður en annað hvort finnst varanlegt húsnæði eða flutningur verður í annað móttökusveitarfélag. Þá færist þjónustan með lögheimili og ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað fyrstu þrjú árin. Heildarmyndin skiptir máli ef umræðan á að vera sanngjörn Fullyrðingar um að 70% fjárhagsaðstoðar fari til erlendra ríkisborgara eru settar fram án mikilvægra skýringa. Erlendir ríkisborgarar eru líka EES/EFTA borgarar. Af allri fjárhagsaðstoð til erlendra ríkisborgara fékk Hafnarfjarðarbær 80% endurgreitt og ef einungis er horft til ríkisborgara utan EES/EFTA er endurgreiðsluhlutfallið 93,5%. Að lokum verður að nefna að úrræði vegna tryggingar eða fyrirframgreiðslu húsaleigu er notað til að hjálpa fólki að komast inn á leigumarkað þegar hefðbundið lánshæfismat liggur ekki fyrir og hafa endurheimtur verið góðar. Við fögnum umræðu um forgangsröðun og fjármál. En til að hún verði sanngjörn þarf að halda sig við staðreyndir, setja tölur í samhengi og horfa á það sem skiptir mestu máli. Þjónustan er fjárhagslega ábyrg og að Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Í grein Einars Geirs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði, 12. desember 2025 eru dregnar upp þungar fullyrðingar um að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar byggi á jákvæðum frösum. Hann fullyrðir að móttaka flóttafólks hafi valdið sveitarfélaginu verulegum og einhliða kostnaði. Við tökum umræðu um þessi mál alvarlega, enda snýr hún bæði að fjármálum bæjarins og samfélagslegri ábyrgð. En umræðan verður að byggja á staðreyndum. Hvernig staðan varð svona í raun Förum aðeins yfir söguna og staðreyndir málsins. Samkvæmt lögum bera félags- og húsnæðismálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið ábyrgð á móttöku flóttafólks og veitingu dvalarleyfa hér á landi. Í því skyni hefur ríkið gert samninga við sveitarfélög um þjónustu. Hafnarfjörður, ásamt Reykjavík og Reykjanesbæ, var til 31. júlí 2025 með samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ríkið hafði staðsett í búsetuúrræðum í viðkomandi sveitarfélagi, húsnæði á leigu í umsjón ríkisins. Þegar umsækjendur fá dvalarleyfi en eru enn í þessum úrræðum og hafa ekki fengið varanlegt húsnæði, verða þeir tímabundið óstaðsettir þar sem þeir dvelja. Þá er sveitarfélaginu skylt að veita aðstoð á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þetta skýrir hvers vegna fleiri einstaklingar hafa fengið þjónustu í Hafnarfirði en í sumum nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki vegna þess að Hafnarfjörður hafi valið að taka við fleiri, heldur vegna þess hvernig ríkið setti upp búsetuúrræðin og hvernig lögbundin ábyrgð sveitarfélaga virkjar þjónustu þegar fólk fær dvalarleyfi. Samningarnir tryggja fjármagn og setja tölurnar í rétt samhengi Hafnarfjarðarbær hefur veitt þjónustu við flóttafólk á grundvelli samninga við ríkið, bæði vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og vegna fyrstu ára eftir veitingu dvalarleyfis í samræmdri móttöku. Samningarnir tryggja fjármagn til að standa undir þjónustunni. Hafnarfjarðarbær hefur frá 2019 til lok árs 2025 lagt út fyrir kostnaði að upphæð 4,6 milljarða króna vegna málaflokksins. Á sama tíma hafa tekjur á grundvelli samninga við ríkið staðið undir þeim kostnaði, þar á meðal launakostnaði, endurgreiðslum vegna neyðaraðstoðar, framfærslu og ýmissa virkniúrræða. Þegar þetta samhengi vantar er talan sett fram eins og hún sé eingöngu kostnaður fyrir bæinn, sem stenst ekki. Heildarlaunakostnaður Alþjóðateymis frá árinu 2023 til og með nóvember 2025 er um 653 milljónir króna og bærinn hefur tekjur frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði á grundvelli samninga. Varðandi fjárhagsaðstoð, síðustu fimm ár hafa 1.497 einstaklingar fengið aðstoð. Í þeim hópi eru einstaklingar sem fá fyrstu aðstoð og félagslega ráðgjöf vegna þess að þeir verða óstaðsettir í sveitarfélaginu eftir veitingu dvalarleyfis, áður en annað hvort finnst varanlegt húsnæði eða flutningur verður í annað móttökusveitarfélag. Þá færist þjónustan með lögheimili og ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað fyrstu þrjú árin. Heildarmyndin skiptir máli ef umræðan á að vera sanngjörn Fullyrðingar um að 70% fjárhagsaðstoðar fari til erlendra ríkisborgara eru settar fram án mikilvægra skýringa. Erlendir ríkisborgarar eru líka EES/EFTA borgarar. Af allri fjárhagsaðstoð til erlendra ríkisborgara fékk Hafnarfjarðarbær 80% endurgreitt og ef einungis er horft til ríkisborgara utan EES/EFTA er endurgreiðsluhlutfallið 93,5%. Að lokum verður að nefna að úrræði vegna tryggingar eða fyrirframgreiðslu húsaleigu er notað til að hjálpa fólki að komast inn á leigumarkað þegar hefðbundið lánshæfismat liggur ekki fyrir og hafa endurheimtur verið góðar. Við fögnum umræðu um forgangsröðun og fjármál. En til að hún verði sanngjörn þarf að halda sig við staðreyndir, setja tölur í samhengi og horfa á það sem skiptir mestu máli. Þjónustan er fjárhagslega ábyrg og að Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun