Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2025 14:01 Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson eru keppnismenn og sjálfsagt ekkert ýkja ánægðir með uppskeruna hingað til í fantasy-leiknum í vetur. Þungavigtin Það getur borgað sig að vera djarfur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en stundum gengur dæmið ekki upp. Þessu fengu Þungavigtarbræður að kynnast í síðustu umferð en lið þeirra voru til skoðunar í nýjasta þættinum af Fantasýn. Lokað verður fyrir breytingar í fantasy-leiknum klukkan 11 í fyrramálið og fólk þarf því að hafa hraðar hendur ætli það sér að gera breytingar. Nýjasti þátturinn af Fantasýn ætti að hjálpa fólki en þar fóru þeir Sindri Kamban og Albert Þór Guðmundsson um víðan völl að vanda. Þeir skoðuðu meðal annars lið þeirra Kristjáns Óla Sigurðssonar og Mikaels Nikulássonar, kollega sinna úr hlaðvarpsbransanum. „Þeir eru búnir að eiga erfitt season,“ sagði Albert en lið þeirra má sjá hér neðar í greininni. „Þeir eru báðir reynslumiklir í Fantasy. Kristján Óli er búinn að spila síðan árið 2011 og á besta rankið 69k. Það kemur mér ekki á óvart,“ sagði Albert lúmskur. „Mike á besta rankið 16k, sem er ansi gott, og hefur spilað síðan 2012. Hvorugur hefur þó náð topp 10k og það hryggir mig að segja að þeir virðast ekki ætla að ná því í ár. Kristján Óli er í 4,8 milljónum og Mike í 6,5 milljónum, sem ég held að sé undir væntingum þeirra beggja,“ sagði Albert. Lið Mikaels Nikulássonar í síðustu umferð. Arsenal-mennirnir stóðust ekki væntingar en fyrirliðabandið var á réttum manni.fantasy.premierleague.com Þeir Sindri hrósuðu Þungavigtarbræðrunum fyrir að hafa verið duglegir að nýta sér aukaskiptingar í leiknum vegna Afríkumótsins, þó að þær væru ekki allar vel heppnaðar. „Mikael er greinilega ekki að fylgjast með Joao Pedro vaktinni hjá okkur,“ sagði Albert. „Á blaði lítur þetta lið ekkert illa út. Það er helvíti hart að vera tekinn fyrir af okkur þegar þetta lendir svona illa,“ sagði Sindri. Lið Kristjáns Óla í síðustu umferð. Eberechi Eze brást illa með frammistöðu sinni gegn Wolves.fantasy.premierleague.com Kristján Óli nýtti sér „bench boozt“ nú þegar tími til þess er að renna út en tveir leikmenn spiluðu ekki. Þá var hann með Eberechi Eze sem fyrirliða, vongóður um mikinn stigafjölda gegn Úlfunum, en Eze stóðst engan veginn væntingar. „Það er ekki nóg að vera öðruvísi til að rjúka upp. Þú þarft að vera heppinn líka og það gekk ekki upp hjá Kristjáni í þessari umferð,“ sagði Sindri og bætti við: „Hann setti allt á rauðan og það kom upp svartur.“ Albert var ekki alveg sammála þeirri myndlíkingu frá rúllettuborðinu og breytti henni: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Lokað verður fyrir breytingar í fantasy-leiknum klukkan 11 í fyrramálið og fólk þarf því að hafa hraðar hendur ætli það sér að gera breytingar. Nýjasti þátturinn af Fantasýn ætti að hjálpa fólki en þar fóru þeir Sindri Kamban og Albert Þór Guðmundsson um víðan völl að vanda. Þeir skoðuðu meðal annars lið þeirra Kristjáns Óla Sigurðssonar og Mikaels Nikulássonar, kollega sinna úr hlaðvarpsbransanum. „Þeir eru búnir að eiga erfitt season,“ sagði Albert en lið þeirra má sjá hér neðar í greininni. „Þeir eru báðir reynslumiklir í Fantasy. Kristján Óli er búinn að spila síðan árið 2011 og á besta rankið 69k. Það kemur mér ekki á óvart,“ sagði Albert lúmskur. „Mike á besta rankið 16k, sem er ansi gott, og hefur spilað síðan 2012. Hvorugur hefur þó náð topp 10k og það hryggir mig að segja að þeir virðast ekki ætla að ná því í ár. Kristján Óli er í 4,8 milljónum og Mike í 6,5 milljónum, sem ég held að sé undir væntingum þeirra beggja,“ sagði Albert. Lið Mikaels Nikulássonar í síðustu umferð. Arsenal-mennirnir stóðust ekki væntingar en fyrirliðabandið var á réttum manni.fantasy.premierleague.com Þeir Sindri hrósuðu Þungavigtarbræðrunum fyrir að hafa verið duglegir að nýta sér aukaskiptingar í leiknum vegna Afríkumótsins, þó að þær væru ekki allar vel heppnaðar. „Mikael er greinilega ekki að fylgjast með Joao Pedro vaktinni hjá okkur,“ sagði Albert. „Á blaði lítur þetta lið ekkert illa út. Það er helvíti hart að vera tekinn fyrir af okkur þegar þetta lendir svona illa,“ sagði Sindri. Lið Kristjáns Óla í síðustu umferð. Eberechi Eze brást illa með frammistöðu sinni gegn Wolves.fantasy.premierleague.com Kristján Óli nýtti sér „bench boozt“ nú þegar tími til þess er að renna út en tveir leikmenn spiluðu ekki. Þá var hann með Eberechi Eze sem fyrirliða, vongóður um mikinn stigafjölda gegn Úlfunum, en Eze stóðst engan veginn væntingar. „Það er ekki nóg að vera öðruvísi til að rjúka upp. Þú þarft að vera heppinn líka og það gekk ekki upp hjá Kristjáni í þessari umferð,“ sagði Sindri og bætti við: „Hann setti allt á rauðan og það kom upp svartur.“ Albert var ekki alveg sammála þeirri myndlíkingu frá rúllettuborðinu og breytti henni: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira