„En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2025 08:57 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum. „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt,“ segir Kristún. Þetta er meðal þess sem hún segir í grein á Vísi sem hún skrifaði vegna ársafmælis ríkisstjórnarinnar. Í greininni segir Kristrún það hafa verið heiður lífs síns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Hún sé þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. „Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári.ׅ“ Kristrún segir ríkisstjórnina gera sitt besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hafi gengið vel en margt megi gera betur og stundum hafi ríkisstjórnin lent í mótvindi. „En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut.“ Forsætisráðherrann segir að á milli hennar, Þorgerðar Katrínar og Ingu Sæland ríki sérstakt traust og vinátta. Það sé full málefnaleg samstaða milli stjórnarflokkanna. Það skipti máli og sé góðs viti fyrir framhaldið. Kristún segir einnig að markverður árangur hafi þegar náðst hjá ríkisstjórninni og það sé vegna þess að þegar stórar og stundum erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar, hafi þær staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. „Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra.“ Betur má ef duga skal Meðal sigra ríkisstjórnarinnar nefnir Kristrún lækkun vaxta og minnkun verðbólgu. Hallinn í fjárlögum hafi verið lækkaður um helming og ríkisskuldir lækkaðar um 7,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Hún segir lægri vexti skila hátt í sextíu þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðlán og með áframhaldandi stefnufestu muni vextir lækka áfram. Þá muni atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Þar að auki nefnir Kristrún að passað hafi verið upp á velferðina. Hjúkrunarheimili hafi verið byggð, vegir lagaðir, gengið hafi verið til verka í orkumálum, íbúðum fjölgað og tekið á útlendingamálum. Hún segir einnig að hrist hafi verið upp í kerfinu til að tryggja að ríkið virki og gerður hafi veri skurkur í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina. Vísar hún til umbóta á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofs til dæmis. „En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu.“ Skakkaföll á fyrsta árinu Kristún nefnir einnig skakkaföll á árinu og þar á meðal bilun í álveri, gjaldþrot í flugrekstri og samdrátt í veiðiheimildum. Sinna hafi þurft hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum og það hafi verið gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði en einnig í samskiptum við bandalagsríki í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Einnig hafi það verið gert með einarðri baráttu gegn tollum og örum viðskiptahindrunum. „Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins.“ Þá spyr hún hver hafi sagt að þetta ætti að vera auðvelt og svarar um hæl. „Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt.“ Lánsöm þjóð Að endingu skrifar forsætisráðherra í grein sinni að skemmst sé að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn hafi fengið í fangið og leyst vel. Þar á meðal heimsfaraldur og jarðhræringar í Grindavík. „Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara.“ Kristrún segist hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á næsta ári. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt,“ segir Kristún. Þetta er meðal þess sem hún segir í grein á Vísi sem hún skrifaði vegna ársafmælis ríkisstjórnarinnar. Í greininni segir Kristrún það hafa verið heiður lífs síns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Hún sé þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. „Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári.ׅ“ Kristrún segir ríkisstjórnina gera sitt besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hafi gengið vel en margt megi gera betur og stundum hafi ríkisstjórnin lent í mótvindi. „En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut.“ Forsætisráðherrann segir að á milli hennar, Þorgerðar Katrínar og Ingu Sæland ríki sérstakt traust og vinátta. Það sé full málefnaleg samstaða milli stjórnarflokkanna. Það skipti máli og sé góðs viti fyrir framhaldið. Kristún segir einnig að markverður árangur hafi þegar náðst hjá ríkisstjórninni og það sé vegna þess að þegar stórar og stundum erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar, hafi þær staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. „Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra.“ Betur má ef duga skal Meðal sigra ríkisstjórnarinnar nefnir Kristrún lækkun vaxta og minnkun verðbólgu. Hallinn í fjárlögum hafi verið lækkaður um helming og ríkisskuldir lækkaðar um 7,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Hún segir lægri vexti skila hátt í sextíu þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðlán og með áframhaldandi stefnufestu muni vextir lækka áfram. Þá muni atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Þar að auki nefnir Kristrún að passað hafi verið upp á velferðina. Hjúkrunarheimili hafi verið byggð, vegir lagaðir, gengið hafi verið til verka í orkumálum, íbúðum fjölgað og tekið á útlendingamálum. Hún segir einnig að hrist hafi verið upp í kerfinu til að tryggja að ríkið virki og gerður hafi veri skurkur í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina. Vísar hún til umbóta á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofs til dæmis. „En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu.“ Skakkaföll á fyrsta árinu Kristún nefnir einnig skakkaföll á árinu og þar á meðal bilun í álveri, gjaldþrot í flugrekstri og samdrátt í veiðiheimildum. Sinna hafi þurft hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum og það hafi verið gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði en einnig í samskiptum við bandalagsríki í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Einnig hafi það verið gert með einarðri baráttu gegn tollum og örum viðskiptahindrunum. „Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins.“ Þá spyr hún hver hafi sagt að þetta ætti að vera auðvelt og svarar um hæl. „Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt.“ Lánsöm þjóð Að endingu skrifar forsætisráðherra í grein sinni að skemmst sé að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn hafi fengið í fangið og leyst vel. Þar á meðal heimsfaraldur og jarðhræringar í Grindavík. „Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara.“ Kristrún segist hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á næsta ári.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira