Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2025 07:16 Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á liðamót, vöðva, sinar og bandvef, og í sumum tilvikum einnig innri líffæri. Einkenni eins og verkir, stirðleiki, bólgur, lamandi þreyta og orkuleysi gera það að verkum að það sem öðrum finnst sjálfsagt getur orðið erfitt eða jafnvel ómögulegt. Aukin álagstími Jólin fela oft í sér aukið álag. Það þarf að þrífa, baka, kaupa gjafir, elda og mæta í heimsóknir eða boð. Fyrir fólk með gigt getur þetta valdið því að einkenni versna. Kuldinn á veturna getur aukið verki og stirðleika, og streita – jafnvel jákvæð streita – hefur áhrif á líkamann. Margir með gigt upplifa samviskubit yfir því að geta ekki „tekið fullan þátt“. Þeir þurfa kannski að hvíla sig þegar aðrir eru á fullu, eða sleppa viðburðum sem skipta þá miklu máli. Þessi ósýnilegi þáttur sjúkdómsins, þar sem fólk lítur oft út fyrir að vera „í lagi“, getur verið sérstaklega erfiður á tímum þar sem væntingar eru miklar. Að leyfa jólunum að vera öðruvísi Það er mikilvægt að muna að jólin þurfa ekki að vera fullkomin til að vera góð. Fyrir fólk með gigt getur skipt sköpum að forgangsraða, dreifa verkefnum, fá hjálp og leyfa sér að segja nei. Að einfalda jólin er ekki merki um uppgjöf – heldur um styrk sem fellst í því að hlusta á eigin líkama og þarfir. Smá breytingar geta haft mikil áhrif: að kaupa hluta af jólabakkelsinu tilbúið, stytta heimsóknir, taka pásur og hvíla sig án samviskubits. Samkennd skiptir máli Fyrir aðstandendur og samfélagið allt skiptir miklu máli að sýna skilning. Spurningin „hvað get ég gert til að hjálpa?“ getur verið dýrmæt. Það getur falist í því að bjóða fram aðstoð, sýna sveigjanleika eða einfaldlega skilja þegar einhver þarf að hægja á sér. Jólin snúast ekki um hversu margir sortir eru á kökuborðinu eða hversu glansandi heimilið er. Þau snúast um tengsl, hlýju og að líða sem best – hver á sinn hátt. Fyrir fólk með gigt eru jólin kannski ekki sársaukalaus, en með skilningi, aðlögun og umhyggju geta þau samt verið innihaldsrík, hlý og ánægjuleg. Það er það sem skiptir mestu máli. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á liðamót, vöðva, sinar og bandvef, og í sumum tilvikum einnig innri líffæri. Einkenni eins og verkir, stirðleiki, bólgur, lamandi þreyta og orkuleysi gera það að verkum að það sem öðrum finnst sjálfsagt getur orðið erfitt eða jafnvel ómögulegt. Aukin álagstími Jólin fela oft í sér aukið álag. Það þarf að þrífa, baka, kaupa gjafir, elda og mæta í heimsóknir eða boð. Fyrir fólk með gigt getur þetta valdið því að einkenni versna. Kuldinn á veturna getur aukið verki og stirðleika, og streita – jafnvel jákvæð streita – hefur áhrif á líkamann. Margir með gigt upplifa samviskubit yfir því að geta ekki „tekið fullan þátt“. Þeir þurfa kannski að hvíla sig þegar aðrir eru á fullu, eða sleppa viðburðum sem skipta þá miklu máli. Þessi ósýnilegi þáttur sjúkdómsins, þar sem fólk lítur oft út fyrir að vera „í lagi“, getur verið sérstaklega erfiður á tímum þar sem væntingar eru miklar. Að leyfa jólunum að vera öðruvísi Það er mikilvægt að muna að jólin þurfa ekki að vera fullkomin til að vera góð. Fyrir fólk með gigt getur skipt sköpum að forgangsraða, dreifa verkefnum, fá hjálp og leyfa sér að segja nei. Að einfalda jólin er ekki merki um uppgjöf – heldur um styrk sem fellst í því að hlusta á eigin líkama og þarfir. Smá breytingar geta haft mikil áhrif: að kaupa hluta af jólabakkelsinu tilbúið, stytta heimsóknir, taka pásur og hvíla sig án samviskubits. Samkennd skiptir máli Fyrir aðstandendur og samfélagið allt skiptir miklu máli að sýna skilning. Spurningin „hvað get ég gert til að hjálpa?“ getur verið dýrmæt. Það getur falist í því að bjóða fram aðstoð, sýna sveigjanleika eða einfaldlega skilja þegar einhver þarf að hægja á sér. Jólin snúast ekki um hversu margir sortir eru á kökuborðinu eða hversu glansandi heimilið er. Þau snúast um tengsl, hlýju og að líða sem best – hver á sinn hátt. Fyrir fólk með gigt eru jólin kannski ekki sársaukalaus, en með skilningi, aðlögun og umhyggju geta þau samt verið innihaldsrík, hlý og ánægjuleg. Það er það sem skiptir mestu máli. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar