Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar 22. desember 2025 11:02 Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessi þróun sé æskileg eða ekki. Athyglinni verður þess í stað beint að þeim sem sinna heimsendingum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hafa sprottið upp stafrænir vettvangar (e. digital platforms) sem starfa sem eins konar „markaðstorg“ fyrir heimsendingar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Wolt, DoorDash, Aha og Uber Eats. Þessir vettvangar hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda og sendlar á þeirra vegum orðnir algeng sjón í borgarumhverfinu, á reiðhjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum og í bifreiðum. Starfsemin byggist á því að stafræni vettvangurinn gerir samninga við veitingastaði, verslanir og aðra þjónustuaðila, útvegar sendla og stýrir verkefnum í gegnum snjallforrit þannig að pöntunin berist frá seljanda til kaupanda. Að minnsta kosti í orði kveðnu virðist þetta vera kerfi þar sem allir fá sitt. En er það svo? Réttleysi og einhliða samningsskilmálar Verkalýðshreyfingin hefur áður lýst alvarlegum áhyggjum af launum og starfskjörum þeirra sem starfa hjá stafrænum vettvöngum, sér í lagi við sendlastörf. Sama staða blasir við víða erlendis og fjöldi dómsmála hefur fjallað um réttarstöðu þeirra sem sinna þessum störfum. Það þarf heldur ekki að leita langt eftir frásögnum sjálfra sendlanna af óöryggi, lágum tekjum og skorti á vernd. Ástæðan er einföld: fólk sem sinnir þessum störfum nýtur oft engrar verndar sem launafólk. Um er að ræða einhliða ákvörðun um skipulag starfsins í formi verktöku og allar helstu ákvarðanir og reglur eru settar af vettvanginum sjálfum. „Verktakinn“ hefur þannig enga aðkomu að samningsskilmálum, ákvarðar ekki endurgjald sitt, né hefur tök á að leggja á það virðisaukaskatt, þrátt fyrir skyldu um greiðslu slíks skatts. Áður hafa komið fram upplýsingar um að tiltekinn hópur sendla hér á landi fái um 4.800 krónur á klukkustund fyrir störf sín, óháð hvenær tíma dags eða vikunnar er unnið. Undirrituð hefur áður birt grein þar sem slík þóknun er reiknuð m.t.t. kostnaðar sem verktakar bera lögum samkvæmt og í samræmi við störf sín, auk kostnaðar við vinnubúnað og notkun bifreiðar. Raunverulegar tekjur lækka niður í um 1.450 krónur á klukkustund áður en tekjuskattur er dreginn frá. Það jafngildir um 55% af lægstu dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum og aðeins um 31% af yfirvinnulaunum. Tækni réttlætir ekki afturför Stuðningur við nýja tækni og aukna heimsendingaþjónustu þarf ekki að stangast á við það að tryggja mannsæmandi kjör. Það er fyllilega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu samhliða sanngjörnum launum, tryggingum og réttindum. Í raun er ekkert nýtt undir sólinni, sendlastörf hafa lengi verið til og munu áfram vera það. Fólk sem sinnir þeim á rétt á sömu vernd og stöðu og annað vinnandi fólk. Spurningin er því ekki endilega hvort það borgi sig að fá heimsendingu, heldur hver borgar fyrir hana. Er það neytandinn eða er það sendillinn sjálfur, sem stendur uppi með kjör langt undir lágmarksákvæðum kjarasamninga? Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Neytendur Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessi þróun sé æskileg eða ekki. Athyglinni verður þess í stað beint að þeim sem sinna heimsendingum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hafa sprottið upp stafrænir vettvangar (e. digital platforms) sem starfa sem eins konar „markaðstorg“ fyrir heimsendingar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Wolt, DoorDash, Aha og Uber Eats. Þessir vettvangar hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda og sendlar á þeirra vegum orðnir algeng sjón í borgarumhverfinu, á reiðhjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum og í bifreiðum. Starfsemin byggist á því að stafræni vettvangurinn gerir samninga við veitingastaði, verslanir og aðra þjónustuaðila, útvegar sendla og stýrir verkefnum í gegnum snjallforrit þannig að pöntunin berist frá seljanda til kaupanda. Að minnsta kosti í orði kveðnu virðist þetta vera kerfi þar sem allir fá sitt. En er það svo? Réttleysi og einhliða samningsskilmálar Verkalýðshreyfingin hefur áður lýst alvarlegum áhyggjum af launum og starfskjörum þeirra sem starfa hjá stafrænum vettvöngum, sér í lagi við sendlastörf. Sama staða blasir við víða erlendis og fjöldi dómsmála hefur fjallað um réttarstöðu þeirra sem sinna þessum störfum. Það þarf heldur ekki að leita langt eftir frásögnum sjálfra sendlanna af óöryggi, lágum tekjum og skorti á vernd. Ástæðan er einföld: fólk sem sinnir þessum störfum nýtur oft engrar verndar sem launafólk. Um er að ræða einhliða ákvörðun um skipulag starfsins í formi verktöku og allar helstu ákvarðanir og reglur eru settar af vettvanginum sjálfum. „Verktakinn“ hefur þannig enga aðkomu að samningsskilmálum, ákvarðar ekki endurgjald sitt, né hefur tök á að leggja á það virðisaukaskatt, þrátt fyrir skyldu um greiðslu slíks skatts. Áður hafa komið fram upplýsingar um að tiltekinn hópur sendla hér á landi fái um 4.800 krónur á klukkustund fyrir störf sín, óháð hvenær tíma dags eða vikunnar er unnið. Undirrituð hefur áður birt grein þar sem slík þóknun er reiknuð m.t.t. kostnaðar sem verktakar bera lögum samkvæmt og í samræmi við störf sín, auk kostnaðar við vinnubúnað og notkun bifreiðar. Raunverulegar tekjur lækka niður í um 1.450 krónur á klukkustund áður en tekjuskattur er dreginn frá. Það jafngildir um 55% af lægstu dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum og aðeins um 31% af yfirvinnulaunum. Tækni réttlætir ekki afturför Stuðningur við nýja tækni og aukna heimsendingaþjónustu þarf ekki að stangast á við það að tryggja mannsæmandi kjör. Það er fyllilega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu samhliða sanngjörnum launum, tryggingum og réttindum. Í raun er ekkert nýtt undir sólinni, sendlastörf hafa lengi verið til og munu áfram vera það. Fólk sem sinnir þeim á rétt á sömu vernd og stöðu og annað vinnandi fólk. Spurningin er því ekki endilega hvort það borgi sig að fá heimsendingu, heldur hver borgar fyrir hana. Er það neytandinn eða er það sendillinn sjálfur, sem stendur uppi með kjör langt undir lágmarksákvæðum kjarasamninga? Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun