Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2025 15:14 Alice Weidel og Tino Chrupalla, leiðtogar Valkosts fyrir Þýskaland á þýska þinginu. Þingmenn hans hafa lagt fram sextíu prósent allra fyrirspurna þar um öryggismál og þúsundir á sambandslandsþingum um allt land. Andstæðingar flokksins ýja að því að með því reyni AfD að afla upplýsinga fyrir bandamenn sína í Kreml. Vísir/EPA Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda. Þingmenn AfD á sambandslandsþingum Þýskalands hafa lagt fram rúmlega sjö þúsund fyrirspurnir varðandi öryggismál frá árinu 2020, fleiri en nokkur annar flokkur samkvæmt greiningu þýska blaðsins Spiegel. Á þýska þinginu bera þingmenn flokksins ábyrgð á rúmlega sextíu prósentum fyrirspurna. Í sumum þessara fyrirspurna fara þingmenn flokksins fram á gríðarlega ítarlegar upplýsingar sem andstæðingar flokksins segja að rússneska leyniþjónustan hefði mikinn áhuga á að komast yfir og geti gagnast Rússum í stríðsrekstri þeirra gegn Úkraínu og óhefðbundnum hernaði gegn Evrópu. Blaðið Politco tekur dæmi um Ringo Mühlmann, þingmann AfD á sambandslandsþingi Þýringalands í Austur-Þýskalandi. „Hvaða upplýsingar hefur sambandslandsstjórnin um umfang herflutninga í gegnum Þýringaland frá 2022 (sundurliðað eftir ári, fararmáta [vegur, lest], fjölda flutninga og þekkta áningarstaði)?“ spurði Mühlmann í skriflegri fyrirspurn í september. Í sumar lagði sami þingmaður fram átta fyrirspurnir um dróna og drónavarnir lögreglunna í Þýringalandi, meðal annars um hvers konar tækni hún hefði prófað til að verjast drónum. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð á meginlandi Evrópu á undanförnum mánuðum og beinast böndin að óhefðbundnum hernaði Rússa í álfunni. Telja spurningarnar allar lögmætar Sá grunur læðist að Georg Maier innanríkisráðherra Þýringalands, að fulltrúar AfD séu að vinna sig í gegnum verkefnalista sem Kremlverjar hafi sett þeim fyrir. Sérstaklega finnst honum eftirtektarvert hversu mikinn áhuga AfD-liðar hafi á kjarnainnviðum og öryggisstofnunum sambandslandsins, sérstaklega þær sem tengjast vörnum gegn rússnesku ógninni. „Skyndilega eru alþjóðastjórnmál komin inn í spurningar þeirra þó að við á sambandslandsþingi Þýringalands berum ekki ábyrgð á utanríkis- eða varnarstefnunni,“ segir Maier við Politico. Leiðtogar AfD hafna því alfarið að þeir gangi erinda Rússa eða reyni að afla þeim upplýsinga um vopnaflutninga til Úkraínu. Tino Chrupalla vísaði þannig til þess að margir Þjóðverjar hefðu lögmætar áhyggjur af flutningum sem þeir sæju á hraðbrautum landsins í skjóli nætur. „Þetta eru allt lögmætar spurningar frá þingmanni sem hefur áhyggjur og tekur áhyggjur og þarfir borgaranna alvarlega,“ sagði Chrupalla um spurningaflóð Mühlmann í Þýringalandi í síðasta mánuði. Niðurstaðan sú sama óháð hvatanum Sérfræðingur í stefnu AfD gagnvart Rússlandi segir það ekki endilega skipta máli hvað vaki fyrir þingmönnum flokksins. „Það er ekki ómögulegt að þeir geri þetta fyrir Kreml. Það er líka mögulegt að þeir geri þetta fyrir sjálfa sig vegna þess að þeir eru vitaskuld hliðhollir Kreml. Niðurstaðan er að miklu leyti sú sama. Þessar spurningar eru möguleg ógn við þjóðaröryggi,“ segir Jakub Wondreys frá Tækniháskólanum í Dresden. Marc Henrichmann, þingmaður Kristilega demókrataflokks Friedrichs Merz kanslara og formaður leyniþjónustunefndar þingsins, segir einstakar spurningar AfD ekki vandamál heldur magn þeirra. „En þegar þú lítur á þessar fyrirspurnir hlið við hlið færðu mynd af flutningsleiðum, til dæmis, neyðarvistaflutninga, hergögn til eða í áttina að Úkraínu,“ segir hann. Þýskaland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þingmenn AfD á sambandslandsþingum Þýskalands hafa lagt fram rúmlega sjö þúsund fyrirspurnir varðandi öryggismál frá árinu 2020, fleiri en nokkur annar flokkur samkvæmt greiningu þýska blaðsins Spiegel. Á þýska þinginu bera þingmenn flokksins ábyrgð á rúmlega sextíu prósentum fyrirspurna. Í sumum þessara fyrirspurna fara þingmenn flokksins fram á gríðarlega ítarlegar upplýsingar sem andstæðingar flokksins segja að rússneska leyniþjónustan hefði mikinn áhuga á að komast yfir og geti gagnast Rússum í stríðsrekstri þeirra gegn Úkraínu og óhefðbundnum hernaði gegn Evrópu. Blaðið Politco tekur dæmi um Ringo Mühlmann, þingmann AfD á sambandslandsþingi Þýringalands í Austur-Þýskalandi. „Hvaða upplýsingar hefur sambandslandsstjórnin um umfang herflutninga í gegnum Þýringaland frá 2022 (sundurliðað eftir ári, fararmáta [vegur, lest], fjölda flutninga og þekkta áningarstaði)?“ spurði Mühlmann í skriflegri fyrirspurn í september. Í sumar lagði sami þingmaður fram átta fyrirspurnir um dróna og drónavarnir lögreglunna í Þýringalandi, meðal annars um hvers konar tækni hún hefði prófað til að verjast drónum. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð á meginlandi Evrópu á undanförnum mánuðum og beinast böndin að óhefðbundnum hernaði Rússa í álfunni. Telja spurningarnar allar lögmætar Sá grunur læðist að Georg Maier innanríkisráðherra Þýringalands, að fulltrúar AfD séu að vinna sig í gegnum verkefnalista sem Kremlverjar hafi sett þeim fyrir. Sérstaklega finnst honum eftirtektarvert hversu mikinn áhuga AfD-liðar hafi á kjarnainnviðum og öryggisstofnunum sambandslandsins, sérstaklega þær sem tengjast vörnum gegn rússnesku ógninni. „Skyndilega eru alþjóðastjórnmál komin inn í spurningar þeirra þó að við á sambandslandsþingi Þýringalands berum ekki ábyrgð á utanríkis- eða varnarstefnunni,“ segir Maier við Politico. Leiðtogar AfD hafna því alfarið að þeir gangi erinda Rússa eða reyni að afla þeim upplýsinga um vopnaflutninga til Úkraínu. Tino Chrupalla vísaði þannig til þess að margir Þjóðverjar hefðu lögmætar áhyggjur af flutningum sem þeir sæju á hraðbrautum landsins í skjóli nætur. „Þetta eru allt lögmætar spurningar frá þingmanni sem hefur áhyggjur og tekur áhyggjur og þarfir borgaranna alvarlega,“ sagði Chrupalla um spurningaflóð Mühlmann í Þýringalandi í síðasta mánuði. Niðurstaðan sú sama óháð hvatanum Sérfræðingur í stefnu AfD gagnvart Rússlandi segir það ekki endilega skipta máli hvað vaki fyrir þingmönnum flokksins. „Það er ekki ómögulegt að þeir geri þetta fyrir Kreml. Það er líka mögulegt að þeir geri þetta fyrir sjálfa sig vegna þess að þeir eru vitaskuld hliðhollir Kreml. Niðurstaðan er að miklu leyti sú sama. Þessar spurningar eru möguleg ógn við þjóðaröryggi,“ segir Jakub Wondreys frá Tækniháskólanum í Dresden. Marc Henrichmann, þingmaður Kristilega demókrataflokks Friedrichs Merz kanslara og formaður leyniþjónustunefndar þingsins, segir einstakar spurningar AfD ekki vandamál heldur magn þeirra. „En þegar þú lítur á þessar fyrirspurnir hlið við hlið færðu mynd af flutningsleiðum, til dæmis, neyðarvistaflutninga, hergögn til eða í áttina að Úkraínu,“ segir hann.
Þýskaland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira