Kansas frá Kansas til Kansas Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2025 10:32 Það er spurning hvort Patrick Mahomes verði enn leikmaður Chiefs þegar liðið flytur fyrir fylkismörk árið 2031. Amy Kontras/Getty Images Kansas City Chiefs í NFL-deildinni flytja milli fylkja á komandi árum. Til stendur að reisa nýjan völl í Kansas-fylki árið 2031 og flytja frá Kansas-borg í Missouri. Langt ferli er að baki þar sem til skoðunar hefur verið að gera upp Arrowhead-völlinn í Missouri eða að flytja á nýjan og lokaðan nútímavöll í Kansas. Talið er að bygging nýja vallarins muni kosta um þrjá milljarða bandaríkjadala en enduruppbygging Arrowhead hefði kostað um einn milljarð í samanburði. David Toland, varafylkisstjóri Kansas, segir um að ræða stærsta „efnahagslega sigur í sögu Kansas“ og bætir við að fylkið verði alþjóðlegur áfangastaður íþrótta og skemmtunar. „Chiefs eru hluti af því sem við erum sem Kansasbúar, og núna verða þeir enn stærri hluti framtíðar okkar fyrir komandi kynslóðir,“ bætir hann við. Kansas-borg í Missouri, þar sem Arrowhead-völlurinn er staðsettur, liggur nærri fylkislínum við Kansas-fylki. Arrowhead er á meðal sögufrægari völlum NFL-deildarinnar og var byggður árið 1972. Aðeins Soldier Field, leikvangur Bears í Chicago og Lambeau Field, heimavöllur Green Bay Packers, eru eldri. Leigan Chiefs á Arrowhead rennur út í janúar 2031 og því er útlit fyrir að liðið spili heimaleiki sína á vellinum út árið 2030. Síðan færi liðið sig um ekki nema 32 kílómetra, yfir fylkismörkin, á nýja völlinn sem verður reistur í Wyandotte-sýslu. Þetta er í annað skiptið á áratug sem Missouri missir NFL-lið frá fylkinu. St. Louis Rams fluttu til Los Angeles árið 2016 eftir 21 ár í St. Louis í fylkinu. Chiefs hafa leikið í Kansas City frá árinu 1963 þegar þáverandi eigandi, Lamar Hunt, flutti Dallas Texans norður á bóginn og endurskýrði liðið höfðingjana. Forráðamenn hjá Chiefs hafa verið með vallarmálin til skoðunar um hríð þar sem skattamál í Missouri hafa áhrif. Töluvert betri kjör bjóðist í Kansas og þá er vonast til að nýi völlurinn, sem verður yfirbyggður, auki tekjur liðsins til muna og opni einnig á möguleikann á því að félagið haldi Super Bowl. NFL Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Langt ferli er að baki þar sem til skoðunar hefur verið að gera upp Arrowhead-völlinn í Missouri eða að flytja á nýjan og lokaðan nútímavöll í Kansas. Talið er að bygging nýja vallarins muni kosta um þrjá milljarða bandaríkjadala en enduruppbygging Arrowhead hefði kostað um einn milljarð í samanburði. David Toland, varafylkisstjóri Kansas, segir um að ræða stærsta „efnahagslega sigur í sögu Kansas“ og bætir við að fylkið verði alþjóðlegur áfangastaður íþrótta og skemmtunar. „Chiefs eru hluti af því sem við erum sem Kansasbúar, og núna verða þeir enn stærri hluti framtíðar okkar fyrir komandi kynslóðir,“ bætir hann við. Kansas-borg í Missouri, þar sem Arrowhead-völlurinn er staðsettur, liggur nærri fylkislínum við Kansas-fylki. Arrowhead er á meðal sögufrægari völlum NFL-deildarinnar og var byggður árið 1972. Aðeins Soldier Field, leikvangur Bears í Chicago og Lambeau Field, heimavöllur Green Bay Packers, eru eldri. Leigan Chiefs á Arrowhead rennur út í janúar 2031 og því er útlit fyrir að liðið spili heimaleiki sína á vellinum út árið 2030. Síðan færi liðið sig um ekki nema 32 kílómetra, yfir fylkismörkin, á nýja völlinn sem verður reistur í Wyandotte-sýslu. Þetta er í annað skiptið á áratug sem Missouri missir NFL-lið frá fylkinu. St. Louis Rams fluttu til Los Angeles árið 2016 eftir 21 ár í St. Louis í fylkinu. Chiefs hafa leikið í Kansas City frá árinu 1963 þegar þáverandi eigandi, Lamar Hunt, flutti Dallas Texans norður á bóginn og endurskýrði liðið höfðingjana. Forráðamenn hjá Chiefs hafa verið með vallarmálin til skoðunar um hríð þar sem skattamál í Missouri hafa áhrif. Töluvert betri kjör bjóðist í Kansas og þá er vonast til að nýi völlurinn, sem verður yfirbyggður, auki tekjur liðsins til muna og opni einnig á möguleikann á því að félagið haldi Super Bowl.
NFL Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira