Enski boltinn

Chelsea setur sig í sam­band við Semenyo

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Antoine Semenyo hefur verið einn öflugasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. 
Antoine Semenyo hefur verið einn öflugasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.  Getty

Chelsea hefur beðið Bournemouth um leyfi til að hefja samningaviðræður við ganverska framherjann Antoine Semenyo.

The Athletic greinir frá því að Chelsea hafi upphaflega ætlað að finna sér framherja næsta sumar en sé nú búið að setja sig í samband við umboðsmenn Semenyo um skipti í janúar.

Samningur hans við Bournemouth gildir til 2030 en klásúla er um kaupverð upp 65 milljónir punda. Klásúlan gildir þó ekki alveg út allan janúar því Bournemouth vill fá tækifæri til að finna afleysingu.

Samkeppnin um Semenyo er heilmikil. Manchester United og Tottenham sýndu honum áhuga í sumar og fleiri lið hafa bæst í hópinn.

Liverpool og nú Chelsea hafa helst verið nefnd en líklega væru flest lið deildarinnar til í að fá þennan öfluga framherja til sín.

Semenyo hefur átt frábært tímabil fyrir Bournemouth, skorað átta mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sextán leikjum.

Hann er ein helsta ástæðan fyrir því að Bournemouth hefur haldið sér yfir ofan fallsvæðið en liðið missti marga lykilleikmenn í sumar þegar Dean Huijsen fór til Real Madrid, Milos Kerkez fór til Liverpool, Illia Zabarnyi fór til PSG og Dango Ouattara fór til Brentford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×