Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2025 19:26 Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði ráðherra á nýjan leik. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira