Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. desember 2025 07:00 Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra. Því er sérstaklega mikilvægt að við stöndum vel við bakið á björgunarsveitunum til dæmis með því að vera bakverðir, kaupa neyðarkallinn og núna um áramótin að kaupa flugelda, rótarskot eða hreinlega með beinum fjárstuðningi, til stuðnings björgunarsveitunum um land allt. Á undanförnum árum hefur ríkissjóður veitt fjölmörgum aðilum endurgreiðslu á virðisaukaskatti þegar aðilar hafa farið í viðhaldsvinnu eða byggingu húsnæðis. Sá stuðningur hefur afmarkast við endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem lagður hefur verið á vinnu í þessum tilvikum. Þetta fyrirkomulag hefur verið notað til að auðvelda aðilum að sinna nauðsynlegu viðhaldi og ýtt undir eftirspurn í byggingariðnaði. Í dag er endurgreiðsla hjá einstaklingum 35% virðisaukaskatts sem leggst á vinnu við viðhald fasteigna. Þetta hlutfall hefur farið upp í 100% á ákveðnum tímabilum, yfirleitt í takt við stöðu efnahagslífsins. Árið 2021, í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, var gripið til sértækrar endurgreiðslu til allra almannaheillafélaga hér á landi og var samþykkt á Alþingi að endurgreiðsla yrði 100% út árið 2025 en færi þá niður í 60%, líkt og áður af vinnu á verkstað við byggingaframkvæmdir. Fyrri ríkisstjórn sýndi ekki nein merki þess að hafa ætlað að framlengja þennan stuðning umfram það sólarlagsákvæði. Til þess að tryggja áframhaldandi stuðning við björgunarsveitir landsins ákvað ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hins vegar að grípa til sértæks stuðnings sem myndi dekka þennan stuðning til þeirra á nýju ári. 25 milljónir króna renna því til Landsbjargar með það að markmiði að styðja við áframhaldandi uppbyggingu björgunarmiðstöðva. Félögin sem að baki Landsbjörgu standa geta áfram sótt um endurgreiðslu 60% virðisaukaskatts af vinnu við viðhald eða uppbyggingu fasteigna. Til þess að setja þetta í stærra samhengi þá er ljóst að með þessu fyrirkomulagi er áætlað að björgunarsveitirnar haldi þessum stuðningi, ígildi fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts, á árinu 2026 miðað við þær áætlanir sem uppi eru. En hvað þýða 25 milljónir í þessu samhengi? Sá kostnaður sem hlýst af viðhaldi og byggingu fasteigna er í einföldu máli annars vegar launakostnaður og hins vegar efniskostnaður. Hlutfall þar á milli getur verið mjög breytilegt en ef við gefum okkur að skiptingin sé til helminga þá er ljóst að sá aðili sem fengið hefði þessar 25 milljónir endurgreiddar hefði þurft að fara í framkvæmdir upp á um 520 milljónir króna. Þar af fengi viðkomandi endurgreitt 60% af virðisaukaskattinum og þessar 25 milljónir til viðbótar. Það er þó svo að með þessum 25 milljónum er ekki gerð krafa um útlagðan kostnað á móti. Er endurgreiðsla virðisaukaskatts á viðhaldi fasteigna besta leiðin til að styrkja björgunarsveitirnar? Nei, í mínum huga er það alls ekki besta leiðin til að styðja fjárhagslega við starfsemi björgunarsveitanna. Til þess eru fleiri skilvirkari leiðir. Ég tel brýnt að skoða heildstætt með hvaða hætti ríkissjóður Íslands geti stutt við björgunarsveitirnar þannig að samfélagið njóti áfram öflugra sveita um land allt. Ég ítreka hvatningu mína til landsmanna að styðja við björgunarsveitirnar í þeirra stærstu árlegu fjáröflun sem er flugeldasala. Þá er einnig mikilvægt að minna á að mögulegt er að styðja við þær með beinum fjárstuðningi í stað kaupa á flugeldum. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Björgunarsveitir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra. Því er sérstaklega mikilvægt að við stöndum vel við bakið á björgunarsveitunum til dæmis með því að vera bakverðir, kaupa neyðarkallinn og núna um áramótin að kaupa flugelda, rótarskot eða hreinlega með beinum fjárstuðningi, til stuðnings björgunarsveitunum um land allt. Á undanförnum árum hefur ríkissjóður veitt fjölmörgum aðilum endurgreiðslu á virðisaukaskatti þegar aðilar hafa farið í viðhaldsvinnu eða byggingu húsnæðis. Sá stuðningur hefur afmarkast við endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem lagður hefur verið á vinnu í þessum tilvikum. Þetta fyrirkomulag hefur verið notað til að auðvelda aðilum að sinna nauðsynlegu viðhaldi og ýtt undir eftirspurn í byggingariðnaði. Í dag er endurgreiðsla hjá einstaklingum 35% virðisaukaskatts sem leggst á vinnu við viðhald fasteigna. Þetta hlutfall hefur farið upp í 100% á ákveðnum tímabilum, yfirleitt í takt við stöðu efnahagslífsins. Árið 2021, í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, var gripið til sértækrar endurgreiðslu til allra almannaheillafélaga hér á landi og var samþykkt á Alþingi að endurgreiðsla yrði 100% út árið 2025 en færi þá niður í 60%, líkt og áður af vinnu á verkstað við byggingaframkvæmdir. Fyrri ríkisstjórn sýndi ekki nein merki þess að hafa ætlað að framlengja þennan stuðning umfram það sólarlagsákvæði. Til þess að tryggja áframhaldandi stuðning við björgunarsveitir landsins ákvað ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hins vegar að grípa til sértæks stuðnings sem myndi dekka þennan stuðning til þeirra á nýju ári. 25 milljónir króna renna því til Landsbjargar með það að markmiði að styðja við áframhaldandi uppbyggingu björgunarmiðstöðva. Félögin sem að baki Landsbjörgu standa geta áfram sótt um endurgreiðslu 60% virðisaukaskatts af vinnu við viðhald eða uppbyggingu fasteigna. Til þess að setja þetta í stærra samhengi þá er ljóst að með þessu fyrirkomulagi er áætlað að björgunarsveitirnar haldi þessum stuðningi, ígildi fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts, á árinu 2026 miðað við þær áætlanir sem uppi eru. En hvað þýða 25 milljónir í þessu samhengi? Sá kostnaður sem hlýst af viðhaldi og byggingu fasteigna er í einföldu máli annars vegar launakostnaður og hins vegar efniskostnaður. Hlutfall þar á milli getur verið mjög breytilegt en ef við gefum okkur að skiptingin sé til helminga þá er ljóst að sá aðili sem fengið hefði þessar 25 milljónir endurgreiddar hefði þurft að fara í framkvæmdir upp á um 520 milljónir króna. Þar af fengi viðkomandi endurgreitt 60% af virðisaukaskattinum og þessar 25 milljónir til viðbótar. Það er þó svo að með þessum 25 milljónum er ekki gerð krafa um útlagðan kostnað á móti. Er endurgreiðsla virðisaukaskatts á viðhaldi fasteigna besta leiðin til að styrkja björgunarsveitirnar? Nei, í mínum huga er það alls ekki besta leiðin til að styðja fjárhagslega við starfsemi björgunarsveitanna. Til þess eru fleiri skilvirkari leiðir. Ég tel brýnt að skoða heildstætt með hvaða hætti ríkissjóður Íslands geti stutt við björgunarsveitirnar þannig að samfélagið njóti áfram öflugra sveita um land allt. Ég ítreka hvatningu mína til landsmanna að styðja við björgunarsveitirnar í þeirra stærstu árlegu fjáröflun sem er flugeldasala. Þá er einnig mikilvægt að minna á að mögulegt er að styðja við þær með beinum fjárstuðningi í stað kaupa á flugeldum. Höfundur er þingmaður Samfylkingar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun