Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2025 13:34 ÁTVR hefur einkarétt á áfengissölu í verslun á Íslandi, en erlendar netverslanir hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum. Engum er þó heimilt að afhenda áfengi á sölustað að sögn Árna Friðleifssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm/Ívar Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Lögregla metur að þetta sé brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis, sem sagt brot á 3. grein í þessari reglugerð þar sem stendur að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir Árni. Lögreglan réðist í sambærilegar aðgerðir gegn verslunum sem stunda netsölu með áfengi á sama tíma í fyrra, en viðurlög geta fylgt brotum á umræddri reglugerð. „Þetta eru sektir en sektarupphæðin, ég er ekki með hana á hreinu eins og staðan er núna,“ segir Árni. Vísir greindi frá því í gær að afhendingarstöðum netverslananna Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar hafi verið lokað, en ekki er fjallað sérstaklega um heimsendingu áfengis í reglugerðinni. „Málin fara væntanlega í rannsókn núna strax á mánudaginn og þá er bara metið hvernig það er. En alla veganna er reglugerðin alveg skýr um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir,“ segir Árni. Bæði Smáríkið og Nýja vínbúðin hafa auglýst opnunartíma á rauðum dögum nú um jólin á samfélagsmiðlum sínum en Smáríkið birti í gær færslu á heimasíðu sinni þar sem viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem það kunni að valda að lögregla hafi lokað afhendingarstöð fyrirtækisins. Er þetta frumkvæðisverkefni hjá ykkur í lögreglunni eða er farið í þetta í kjölfar ábendinga? „Þetta er bara frumkvæðisvinna. Lögreglan náttúrlega á að fara eftir og fylgjast með að lögum og reglugerðum sé framfylgt, og þetta er bara eitt af hennar frumkvæðisverkefnum,“ svarar Árni. Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Lögregla metur að þetta sé brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis, sem sagt brot á 3. grein í þessari reglugerð þar sem stendur að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir Árni. Lögreglan réðist í sambærilegar aðgerðir gegn verslunum sem stunda netsölu með áfengi á sama tíma í fyrra, en viðurlög geta fylgt brotum á umræddri reglugerð. „Þetta eru sektir en sektarupphæðin, ég er ekki með hana á hreinu eins og staðan er núna,“ segir Árni. Vísir greindi frá því í gær að afhendingarstöðum netverslananna Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar hafi verið lokað, en ekki er fjallað sérstaklega um heimsendingu áfengis í reglugerðinni. „Málin fara væntanlega í rannsókn núna strax á mánudaginn og þá er bara metið hvernig það er. En alla veganna er reglugerðin alveg skýr um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir,“ segir Árni. Bæði Smáríkið og Nýja vínbúðin hafa auglýst opnunartíma á rauðum dögum nú um jólin á samfélagsmiðlum sínum en Smáríkið birti í gær færslu á heimasíðu sinni þar sem viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem það kunni að valda að lögregla hafi lokað afhendingarstöð fyrirtækisins. Er þetta frumkvæðisverkefni hjá ykkur í lögreglunni eða er farið í þetta í kjölfar ábendinga? „Þetta er bara frumkvæðisvinna. Lögreglan náttúrlega á að fara eftir og fylgjast með að lögum og reglugerðum sé framfylgt, og þetta er bara eitt af hennar frumkvæðisverkefnum,“ svarar Árni.
Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira