Innlent

Reyndi í­trekað að stofna til slags­mála við skemmti­stað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr safni.
Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar kemur einnig fram að einstaklingur hafi verið fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í miðbænum. Ekki er vitað hver grunaður árásarmaður sé, en málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×