Innlent

Ó­venju mikið að gera hjá slökkvi­liðinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Útköllin vegna sjúkraflutninga voru alls 120 síðastliðinn sólarhringinn.
Útköllin vegna sjúkraflutninga voru alls 120 síðastliðinn sólarhringinn. Visir/Vilhelm

Nokkuð annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem hefur farið í 120 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhringinn sem telst mikið og af þeim voru þrjátíu og sjö svokölluð forgangsverkefni.

Dælubílarnir voru svo sendir í sex verkefni á tímabilinu flest þó minniháttar ef undan er skilinn einn vatnsleki sem varðstjóri segir hafa tekið töluverðan tíma að eiga við.

Í nótt bárust svo brunaboð frá Edition hótelinu við höfnina í miðborginni sem reyndist svo ekki vera neitt þegar slökkviliðið mætti á staðinn.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu slökkviliðsins en þar er einnig minnt á að fara varlega með skoteldana á gamlárskvöld og sérstaklega terturnar svokölluðu. „Þegar búið er að njóta þeirra þá er það góður siður að taka þær til hliðar en ekki setja þær allar í eina hrúgu heldur hafa smá bil á milli þeirra því ef það leynist glóð í einni þeirra og kveiknar í þeirri þá logar öll hrúgan. Betra er að hafa smá bil á milli og þá logar bara ein“, segir að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×