Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 11:02 Heimsmethafinn Armand Duplantis og fótboltastjarnan Aitana Bonmatí þóttu skara fram úr á árinu. Samsett/Getty Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið íþróttafólk ársins sem að þessu sinni kemur úr frjálsum íþróttum og fótbolta. Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar. Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar.
Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira