Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2025 21:01 Kristrún Frostadóttir hefur verið forsætisráðherra í eitt ár og nokkra daga. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Ríkisráð fundaði í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast mjög sáttir við sitt fyrsta ár í ríkisstjórn. Aðeins níu ráðherrar af ellefu mættu til áramótafundar ríkisráðs í forföllum tveggja ráðherra Flokks fólksins. Inga Sæland sagði í gær að ekkert hafi verið ákveðið um mannabreytingar í ríkisstjórn og svo varð heldur ekki í dag, og hún því enn þrefaldur ráðherra. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki ásættanlegt til lengri tíma að sami einstaklingurinn gegni mörgum veigamiklum ráðherraembættum á sama tíma. „Ekki til lengri tíma en þetta er skammur tími núna. Við erum í þeirri stöðu að innviðaráðherra er að vera viðstaddur fæðingu barns síns, ætlar að vera í burtu í örfáar vikur og kemur svo til baka seinni hlutann í janúar. Síðan erum við bara því miður í þeirri stöðu að einn ráðherra þurfti að bregða sér frá vegna veikinda,“ segir Kristrún. Von sé á að Eyjólfur Ármannsson snúi aftur til starfa að fullu um mánaðamótin janúar, febrúar og bilið þar til þá verði brúað. „En ég auðvitað veit ekki nákvæmlega stöðuna á mennta- og barnamálaráðherra. Hann er tiltölulega nýútskrifaður af sjúkrahúsi og svo þurfum við bara að taka stöðuna núna á næstu dögum,“ svarar Kristrún, spurð hve lengi hún geri ráð fyrir að staðan verði þessi. Ríkisráð kom saman á áramótafundi á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm Hugsjónin blómstri og verkin tali Nú er liðið eitt ár og nokkrir dagar síðan ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum, en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast allar ánægðar með hvernig til tókst á þessu fyrsta ári í ríkisstjórn. „Ég held að fólkið okkar muni bara sannarlega sjá það að við munum standa við okkar fyrirheit. Hugsjónin okkar heldur áfram að blómstra og verkin okkar halda áfram að tala,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland var hress á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm „Það eru gríðarstór skref sem hafa verið tekin á þessu ári. Við erum búin að fara úr stöðnun yfir í bjartari framtíð, og ríkisstjórn sem er óhrædd að taka ákvarðanir þó að þær kunni að vera óvinsælar þá er framtíðin mjög björt,“ segir Þorgerður. „Við höfum náð að klára heilmikið sem var í stjórnarsáttmálanum á sviði velferðarmála, húsnæðismála og fleiri krítíska þætti sem snúa að ríkisfjármálunum þannig að þetta er gott fyrsta ár,“ segir Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er sátt við sitt eftir ár í embætti utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Halla Tómasdóttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Aðeins níu ráðherrar af ellefu mættu til áramótafundar ríkisráðs í forföllum tveggja ráðherra Flokks fólksins. Inga Sæland sagði í gær að ekkert hafi verið ákveðið um mannabreytingar í ríkisstjórn og svo varð heldur ekki í dag, og hún því enn þrefaldur ráðherra. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki ásættanlegt til lengri tíma að sami einstaklingurinn gegni mörgum veigamiklum ráðherraembættum á sama tíma. „Ekki til lengri tíma en þetta er skammur tími núna. Við erum í þeirri stöðu að innviðaráðherra er að vera viðstaddur fæðingu barns síns, ætlar að vera í burtu í örfáar vikur og kemur svo til baka seinni hlutann í janúar. Síðan erum við bara því miður í þeirri stöðu að einn ráðherra þurfti að bregða sér frá vegna veikinda,“ segir Kristrún. Von sé á að Eyjólfur Ármannsson snúi aftur til starfa að fullu um mánaðamótin janúar, febrúar og bilið þar til þá verði brúað. „En ég auðvitað veit ekki nákvæmlega stöðuna á mennta- og barnamálaráðherra. Hann er tiltölulega nýútskrifaður af sjúkrahúsi og svo þurfum við bara að taka stöðuna núna á næstu dögum,“ svarar Kristrún, spurð hve lengi hún geri ráð fyrir að staðan verði þessi. Ríkisráð kom saman á áramótafundi á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm Hugsjónin blómstri og verkin tali Nú er liðið eitt ár og nokkrir dagar síðan ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum, en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast allar ánægðar með hvernig til tókst á þessu fyrsta ári í ríkisstjórn. „Ég held að fólkið okkar muni bara sannarlega sjá það að við munum standa við okkar fyrirheit. Hugsjónin okkar heldur áfram að blómstra og verkin okkar halda áfram að tala,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland var hress á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm „Það eru gríðarstór skref sem hafa verið tekin á þessu ári. Við erum búin að fara úr stöðnun yfir í bjartari framtíð, og ríkisstjórn sem er óhrædd að taka ákvarðanir þó að þær kunni að vera óvinsælar þá er framtíðin mjög björt,“ segir Þorgerður. „Við höfum náð að klára heilmikið sem var í stjórnarsáttmálanum á sviði velferðarmála, húsnæðismála og fleiri krítíska þætti sem snúa að ríkisfjármálunum þannig að þetta er gott fyrsta ár,“ segir Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er sátt við sitt eftir ár í embætti utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Halla Tómasdóttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira