Enski boltinn

Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel Jesus tileinkaði nafna sínum markið gegn Aston Villa.
Gabriel Jesus tileinkaði nafna sínum markið gegn Aston Villa. getty/Alex Burstow

Síðustu leikir ársins í ensku úrvalsdeildinni fóru fram í gær. Arsenal sýndi styrk sinn gegn Aston Villa en leikmenn Manchester United voru púaðir af velli eftir jafntefli við botnlið Wolves á heimavelli.

Fyrir leikinn gegn Arsenal á Emirates í gær hafði Villa unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum.

Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik tók Arsenal öll völd á vellinum og vann 4-1 sigur. Gabriel, Martín Zubimendi, Leandro Trossard og Gabriel Jesus skoruðu mörk Arsenal sem er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Ollie Watkins skoraði fyrir Villa sem er í 3. sætinu, sex stigum á eftir Arsenal.

Klippa: Arsenal - Aston Villa 4-1

Wolves hafði tapað ellefu deildarleikjum í röð þegar liðið mætti á Old Trafford. Joshua Zirkzee kom Rauðu djöflunum yfir á 27. mínútu en Ladislav Krejcí jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks og þar við sat, 1-1.

Klippa: Man. Utd. - Wolves 1-1

Öll mörkin í 2-2 jafntefli Chelsea og Bournemouth á Stamford Bridge komu á fyrstu 27 mínútum leiksins. David Brooks kom gestunum yfir en Cole Palmer (víti) og Enzo Fernández svöruðu fyrir heimamenn. Justin Kluivert jafnaði svo fyrir Bournemouth.

Klippa: Chelsea - Bournemouth 2-2

Danny Welbeck skoraði úr einni vítaspyrnu en klúðraði annarri þegar Brighton og West Ham United gerðu 2-2 jafntefli á Lundúnaleikvanginum. Jarrod Bowen og Lucas Paquetá skoruðu mörk Hamranna en í millitíðinni jafnaði Welbeck fyrir Mávana. Joël Veltman tryggði þeim svo stig þegar hann jafnaði í 2-2 eftir rúman klukkutíma.

Klippa: West Ham - Brighton 2-2

Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Newcastle United nýliða Burnley á útivelli, 1-3. Joelinton, Yoane Wissa og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Newcastle en Josh Laurent mark Burnley.

Klippa: Burnley - Newcastle 1-3

Þá vann Everton Nottingham Forest, 0-2. James Garner skoraði fyrra mark Everton og lagði það seinna upp fyrir Thierno Barry.

Klippa: Nottingham Forest - Everton 0-2

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti

Eftir ellefu sigra í röð í öllum keppnum var Aston Villa skellt hressilega niður á jörðina af Arsenal í kvöld. Skytturnar unnu 4-1 sigur og náðu fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum

Wolves fékk aðeins sitt þriðja stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti Manchester United heim í kvöld. Lokatölur 1-1.

Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik

Antoine Semenyo kom mikið við sögu í mögulegum kveðjuleik sínum fyrir Bournemouth sem gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×