Innlent

Árangur breyti ekki alltaf upp­lifun fólks

Agnar Már Másson skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í Kryddsíldinni í dag.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í Kryddsíldinni í dag. VVísir/Anton Brink

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings.

„Mér finnst mjög mikilvægt að við köllum fram svona viðhorf af og til. Ég held að það sé ekki gott þegar maður gegnir ábyrgðastöðu að vera í afneitun um hvað gengur vel og hvað gengur illa,“ sagði Kristrún í Kryddsíldinni þegar hún var spurð út í þá könnun sem greint var frá í kvöldfréttum sýnar í gær sem varpar ljósi á það að ríkisstjórnin hafi ekki staðist væntningar almennings í ýmsum málaflokkum.

Hún tekur aftur á móti fram að vextir og verðbólga hafi lækkað þó að auðvitað vilji allir sjá það gerast saman. Ekki sé eðlilegt hvað hátt vaxtastig hafi verið í landinu í langan tíma. Ráðherrann tekur fram að sex skóflustungur hafi verið teknar að nýjum hjúkrunarheimilum.

„Þetta er auðvitað árangur en það breytir ekki að upplifun fólks geti verið að það sé ekki farið að birtast í raunveruleika fólks að öllu leyti. Við tökum það til okkar en við getum ekki bognað og brotnað þrátt fyrir að hlutir séu ekki þegar farnir að tikka inn.“

Hún sagði að sumt hafi tekið lengri tíma en búist var við og nefnir meðal annars stofnun innviðafélags. Hún nefnir tregður milli ráðuneyta.

„Það er búið að taka tíma fyrir þessa ríkisstjórn að að brjóta niður þessa veggi sem eru innan stjórnsýslunnar.“ Auðvitað séu menn frústreraðir með sumt. Hún segir að ríkisstjórnin muni brydda upp á einhverju nýju á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×