Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar 1. janúar 2026 09:30 Flest lærum við á unga aldri að sama orðið hefur margar merkingar. Aðstæður, samhengi og gildismat stýra því að sömu orð vekja upp mismunandi tilfinningar. Ítrekað finnst einum viðeigandi það sem öðrum finnst óviðeigandi. Eldri en askan frá Miklahvelli er umræðan hvort brjóst og kynfæri séu óviðeigandi og við hvaða aðstæður. Vissuð þið að trén sem við köllum gullregn hafa hnúða með typpi á sínum rótum? Jarðvegsbakteríur binda köfnunarefni úr loftinu, sem gullregnið og nærliggjandi plöntur nýta sér. Typpi er finnska orðið yfir köfnunarefni/nitur. Sé það á bannlista geta finnskar umræður um plöntunæringu komið ansi mörgum í klandur. Við erum nefnilega ekki ein í heiminum og orð hoppa oft milli tungumála. Gervikerfin Nýlega bað ég gervigreind um mynd sem sýnir klukkuna 5:35, bað svo um stóra vísi á 12, litla á 7. Afraksturinn má sjá í lok greinar, en hún réð við hvorugt verkið. Langflestar myndir af úrum á netinu sýna vísana í kringum 10 og 2, sem er talið líta best út. Af þeim lærir gervigreindin skekkju í því hvernig þau líta oftast út. Hún veit ekki hvernig þau virka og lendir því í vandræðum með frávikin. Svipuð skekkja birtist oft með vinstrihandar aðgerðir, sökum mikils magns hægrisinnaðs myndefnis á netinu. Bæði eru þekkt vandamál. Gervigreindinni svipar til íþróttamanns sem segist vera afreksíþróttamaður. Góður spretthlaupari er jú leiftursnöggur í augum áhorfenda, sem trúa auðveldlega að hann sé hraðari en allir aðrir. Þar til þau sjá hann keppa við Usain Bolt, eða niðurstöður lyfjaprófana skemma fyrir. Einfeldni eða þröngsýni? Kerfi sem þekkir bara ensku lítur á önnur tungumál sem málvillu. Þekki það líka frönsku gæti það dregið ályktunina að sá sem skrifar á því máli sé franskur. Nema það viti að um 2/3 af frönskumælandi fólki hefur ekki frönsku sem sitt móðurmál. Allt þetta þarf að meta þegar ég segi „ég vil franskar“. Heilinn okkar gerir það sama. Þröngsýn gervigreind er ekkert skárri en þröngsýnn einstaklingur. Hvorugt ætti að fá skipstjórasætið. Vitum við hve þröngsýn kerfin sem við notum eru? Við lifum í heimi sem þau móta. Afrakstur þeirra stýrir nú þegar miklu um hvert við stefnum. Stýrir umræðunni, hvenær við hrópum og á hvern. Þetta getur verið vandamál vegna vankanta á tækninni, eða þeim sem smíða kerfið. Útilokun Sjálfvirk kerfi lenda í sömu vandræðum og við með samhengi, sjónarhorn og jafnvel hvaða menningarheim skuli nota við túlkunina. Kunni gervigreind ekki að lesa rétt í aðstæður, skilar hún röngum niðurstöðum. Ætti fuglavernd að kanna málið ef þú rústaðir tjaldi í útilegu? Taki kerfið sjálft ákvörðun um framhaldið, magnast vandamálið. Ritskoðunarkerfi lenda oft í vandræðum með kaldhæðni og flagga því gríni sem fölskum staðhæfingum. Svipað gerist þegar öryggissérfræðingar vara við glæpum og benda fólki á hvað þurfi að varast. Kerfið telur þá reyna svik, merkir sem glæpamenn, lokar aðgangi. Allt þetta verður að vera hægt að ræða. Ofurtraust á sjálfvirkt kerfi sem greinir ekki á milli þess að svindla eða tala um svindl, tekur því miður iðulega saman við viðskiptalega eða pólitíska ákvörðun um ásættanlegan fórnarkostnað. Vont er ef við greinum ekki þar á milli og skjótum jafnvel boðberann. Sé það vilji þess sem smíðar, getur það sama gerst í auknu magni fyrir efni og einstaklinga sem honum mislíkar. Sá sem stóð á Austurvelli og öskraði á fuglana sem hvergi voru, hefur skyndilega fengið hærri rödd en nokkru sinni fyrr. Við getum því mjög auðveldlega haldið að skoðanir lítils hóps endurspegli meirihlutann, lært hegðun sem á sér litla stoð í raunveruleikanum, eða hreinlega látið ýta okkur út í öfgakenndari skoðanir. Það er því miður löngu orðið ljóst og blekkingarleikurinn er bara rétt að byrja. Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Sjá meira
Flest lærum við á unga aldri að sama orðið hefur margar merkingar. Aðstæður, samhengi og gildismat stýra því að sömu orð vekja upp mismunandi tilfinningar. Ítrekað finnst einum viðeigandi það sem öðrum finnst óviðeigandi. Eldri en askan frá Miklahvelli er umræðan hvort brjóst og kynfæri séu óviðeigandi og við hvaða aðstæður. Vissuð þið að trén sem við köllum gullregn hafa hnúða með typpi á sínum rótum? Jarðvegsbakteríur binda köfnunarefni úr loftinu, sem gullregnið og nærliggjandi plöntur nýta sér. Typpi er finnska orðið yfir köfnunarefni/nitur. Sé það á bannlista geta finnskar umræður um plöntunæringu komið ansi mörgum í klandur. Við erum nefnilega ekki ein í heiminum og orð hoppa oft milli tungumála. Gervikerfin Nýlega bað ég gervigreind um mynd sem sýnir klukkuna 5:35, bað svo um stóra vísi á 12, litla á 7. Afraksturinn má sjá í lok greinar, en hún réð við hvorugt verkið. Langflestar myndir af úrum á netinu sýna vísana í kringum 10 og 2, sem er talið líta best út. Af þeim lærir gervigreindin skekkju í því hvernig þau líta oftast út. Hún veit ekki hvernig þau virka og lendir því í vandræðum með frávikin. Svipuð skekkja birtist oft með vinstrihandar aðgerðir, sökum mikils magns hægrisinnaðs myndefnis á netinu. Bæði eru þekkt vandamál. Gervigreindinni svipar til íþróttamanns sem segist vera afreksíþróttamaður. Góður spretthlaupari er jú leiftursnöggur í augum áhorfenda, sem trúa auðveldlega að hann sé hraðari en allir aðrir. Þar til þau sjá hann keppa við Usain Bolt, eða niðurstöður lyfjaprófana skemma fyrir. Einfeldni eða þröngsýni? Kerfi sem þekkir bara ensku lítur á önnur tungumál sem málvillu. Þekki það líka frönsku gæti það dregið ályktunina að sá sem skrifar á því máli sé franskur. Nema það viti að um 2/3 af frönskumælandi fólki hefur ekki frönsku sem sitt móðurmál. Allt þetta þarf að meta þegar ég segi „ég vil franskar“. Heilinn okkar gerir það sama. Þröngsýn gervigreind er ekkert skárri en þröngsýnn einstaklingur. Hvorugt ætti að fá skipstjórasætið. Vitum við hve þröngsýn kerfin sem við notum eru? Við lifum í heimi sem þau móta. Afrakstur þeirra stýrir nú þegar miklu um hvert við stefnum. Stýrir umræðunni, hvenær við hrópum og á hvern. Þetta getur verið vandamál vegna vankanta á tækninni, eða þeim sem smíða kerfið. Útilokun Sjálfvirk kerfi lenda í sömu vandræðum og við með samhengi, sjónarhorn og jafnvel hvaða menningarheim skuli nota við túlkunina. Kunni gervigreind ekki að lesa rétt í aðstæður, skilar hún röngum niðurstöðum. Ætti fuglavernd að kanna málið ef þú rústaðir tjaldi í útilegu? Taki kerfið sjálft ákvörðun um framhaldið, magnast vandamálið. Ritskoðunarkerfi lenda oft í vandræðum með kaldhæðni og flagga því gríni sem fölskum staðhæfingum. Svipað gerist þegar öryggissérfræðingar vara við glæpum og benda fólki á hvað þurfi að varast. Kerfið telur þá reyna svik, merkir sem glæpamenn, lokar aðgangi. Allt þetta verður að vera hægt að ræða. Ofurtraust á sjálfvirkt kerfi sem greinir ekki á milli þess að svindla eða tala um svindl, tekur því miður iðulega saman við viðskiptalega eða pólitíska ákvörðun um ásættanlegan fórnarkostnað. Vont er ef við greinum ekki þar á milli og skjótum jafnvel boðberann. Sé það vilji þess sem smíðar, getur það sama gerst í auknu magni fyrir efni og einstaklinga sem honum mislíkar. Sá sem stóð á Austurvelli og öskraði á fuglana sem hvergi voru, hefur skyndilega fengið hærri rödd en nokkru sinni fyrr. Við getum því mjög auðveldlega haldið að skoðanir lítils hóps endurspegli meirihlutann, lært hegðun sem á sér litla stoð í raunveruleikanum, eða hreinlega látið ýta okkur út í öfgakenndari skoðanir. Það er því miður löngu orðið ljóst og blekkingarleikurinn er bara rétt að byrja. Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar