Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. janúar 2026 07:01 Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Hann viðurkenndi nefnilega í því að krónan væri ekki vandamálið í þeim efnum og ekki orsök hárra vaxta heldur hagstjórnin. „En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum.“ Til þessa hafa Evrópusambandssinnar viljað meina að vandamálið væri beinlínis það að Ísland væri með sjálfstæðan gjaldmiðil sem í ofan á lag væri smár. Háir vextir væru af þeim sökum óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Hins vegar hafa hagfræðingar eins og Ólafur Margeirsson fært gild rök fyrir því að það standist ekki skoðun. Þá ætti það að sama skapi að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Sú væri hins vegar alls ekki raunin. Þar á milli væri mjög lítil fylgni. „Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenzkri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði,“ sagði Gylfi sömuleiðis um ástæður vaxta og verðbólgu hér á landi. Hins vegar yrði það ekki lagað með upptöku annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði að koma á meiri aga í peninga- og efnahagsmálunum hér á landi. „Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það agaleysi sem hefur einkennt íslenzka hagstjórn […] þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga,“ sagði Gylfi áfram. Með öðrum orðum væri meiri agi forsenda þess að taka upp evruna en tækist að koma honum á væri vandinn leystur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Hann viðurkenndi nefnilega í því að krónan væri ekki vandamálið í þeim efnum og ekki orsök hárra vaxta heldur hagstjórnin. „En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum.“ Til þessa hafa Evrópusambandssinnar viljað meina að vandamálið væri beinlínis það að Ísland væri með sjálfstæðan gjaldmiðil sem í ofan á lag væri smár. Háir vextir væru af þeim sökum óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Hins vegar hafa hagfræðingar eins og Ólafur Margeirsson fært gild rök fyrir því að það standist ekki skoðun. Þá ætti það að sama skapi að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Sú væri hins vegar alls ekki raunin. Þar á milli væri mjög lítil fylgni. „Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenzkri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði,“ sagði Gylfi sömuleiðis um ástæður vaxta og verðbólgu hér á landi. Hins vegar yrði það ekki lagað með upptöku annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði að koma á meiri aga í peninga- og efnahagsmálunum hér á landi. „Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það agaleysi sem hefur einkennt íslenzka hagstjórn […] þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga,“ sagði Gylfi áfram. Með öðrum orðum væri meiri agi forsenda þess að taka upp evruna en tækist að koma honum á væri vandinn leystur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun