Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 18:01 Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi: -Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk. -Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd. -Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk. -Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell. -Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði. -Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. -HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu. -Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu. Hér eru ótalin öll baðlónin, hótelin og allar fiskeldiskvíarnar sem eru í byggingu eða eru áformuð í eða við hinar ýmsu náttúruperlur, t.d. Skaftafell, Hoffellslón og Mjóafjörð. Kannski að þetta öfgafulla landnám sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kunni að valda því að hluta að stuðningur við hana hefur fallið úr 69% í 55% á fyrsta starfsárinu. Það hefur nefnilega sýnt sig í skoðanakönnunum í gegnum tíðina að yfirleitt eru fleiri fylgjandi vernd náttúrunnar en virkjanaframkvæmdum. Líklega er þessi hópur nú farinn að átta sig á að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi: -Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk. -Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd. -Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk. -Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell. -Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði. -Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. -HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu. -Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu. Hér eru ótalin öll baðlónin, hótelin og allar fiskeldiskvíarnar sem eru í byggingu eða eru áformuð í eða við hinar ýmsu náttúruperlur, t.d. Skaftafell, Hoffellslón og Mjóafjörð. Kannski að þetta öfgafulla landnám sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kunni að valda því að hluta að stuðningur við hana hefur fallið úr 69% í 55% á fyrsta starfsárinu. Það hefur nefnilega sýnt sig í skoðanakönnunum í gegnum tíðina að yfirleitt eru fleiri fylgjandi vernd náttúrunnar en virkjanaframkvæmdum. Líklega er þessi hópur nú farinn að átta sig á að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar