Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar 6. janúar 2026 10:30 „Rekstrarleyfishafi skal greiða árlegt umhverfisgjald vegna affalla í sjókvíaeldi.“ Þetta er tilvitnun úr drögum að frumvarpi til laga um lagareldi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til samráðs seint í desember. Á venjulegri íslensku er þýðingin á þessu stofnanamáli ráðherrans svona: „Fyrirtæki sem stundar sjókvíaeldi á laxi skal greiða árlegt gjald fyrir laxana sem það lætur drepast í kvíum sínum.“ Í drögum Hönnu Katrínar er hvergi nefnt að fyrirtæki sem fara svo illa með eldisdýrin sín að þau drepast í stórum stíl muni missi leyfi til að ala dýr. Þau skulu hins vegar greiða gjald fyrir það í ríkissjóð. Hrollvekjandi miskunnarleysi Því miður er þetta hrollvekjandi miskunnarleysi lýsandi fyrir frumvarpsdrögin í heild. Afar vont frumvarp síðustu ríkisstjórnar, sem var stoppað vorið 2024, hefur verið gert enn verra í meðförum atvinnuvegaráðherra. Ekki er einu sinni reynt að þykjast lengur að það eigi að ná utanum sleppingar eldislaxa úr sjókvíunum, lúsafárið eða gríðarlegan dauða eldisdýranna. Frumvarp Hönnu Katrínar er klæðskerasniðið að hagsmunum stóru norsku kauphallarfyrirtækjanna þriggja sem hér starfa, Arctic Fish, Arnarlax og Kaldvík, gegn afkomu bændafjölskyldna um allt land, almannahagsmunum, velferð eldisdýranna, lífríki og náttúru Íslands. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig frumvarpsvinna getur farið svona illa út af sporinu einsog hefur gerst í þessu tilviki. Lögreglumál Matvælastofnun birtir einu sinni í mánuði tölur yfir dauða eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Þó enn eigi eftir að birta tölur fyrir desember liggur fyrir að dauðinn á síðasta ári er sá mesti í 40 ára sögu sjókvíaeldis við landið. Á fyrstu ellefu mánuðum 2025 drápust rúmlega fimm milljón eldislaxar í kvíunum. Það er um 400.000 meira en allt árið 2024, sem var það versta í sögunni eftir fyrra rmetár 2023. Allt stefnir í að dauðinn 2025 verði um 20 prósent meiri í fyrra en árið þar á undan. Þetta ástand er með öðrum orðum stjórnlaust. Á Vestfjörðum var allt á kafi í lús í kvíunum í haust. Í sumar og vor var dauðinn gríðarlegur á Austfjörðum vegna þörungablóma sem sogaði súrefnið úr sjónum og eldislaxarnir köfnuðu.Kaldvík er eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem starfar á Austfjörðum. Á síðasta ári sektaði Matvælastofnun Kaldvík vegna brota á dýravelferðarlögunum í einu máli og vísað öðru enn verra til lögreglu vegna gruns um brota á sömu lögum. Í miðju þessu ástandi vill atvinnuvegaráðherra opna Mjóafjörð á Austförðum fyrir sjókvíaeldi. Myndin sýnir austfirskan eldislax með vetrarsár. Um það bil annar hver eldislax sem Kaldvík hefur sett í í sjókvíar á Austfjörðum undanfarin tvö ár hefur drepist af völdum vetrarsára, sníkjudýra, marglittna eða kafnað vegna þörungarblóma. Þetta er iðnaður sem nýtur sérstakrar blessunar atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðrikssonar. Ásættanlegt? Atvinnuvegaráðherra hefur hvergi minnst á að henni finnist þessi meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum ekki í lagi. Þvert á móti vill hún auka veg þessa dýraníðs með því að opna fleiri firði fyrir sjókvíum.Vorið 2024 reyndi síðasta ríkisstjórn að koma í gegn lögum þar sem dauði eldislaxa hefði mátt vera yfir 20 prósent í 18 eldistímabil (hver eldislota er tæp tvö ár) í röð áður en fyrirtækin hefðu missti leyfi. Var þó gildistími leyfa sextán ár. Þetta ákvæði var sem sagt algjör leikaraskapur. Atvinnuvegaráðherra hefur fellt þessa grímu í nýju drögunum. Nú skulu fyrirtækin bara greiða gjald fyrir eldislaxana sem kafna í kvíunum eða drepast vegna vetrarsára eða áverka af völdum lúsar. Í maí 2023 bókaði sjálfstætt ráðgefandi fagráð Matvælastofnunar um velferð dýra þessa ályktun: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi.“ Á þeim tæpu þremur árum sem eru liðin frá bókun fagráðsins hefur fjöldi dauðra eldislaxa í sjókvíum nánast tvöfaldast. Hvorki stjórn Matvælastofnunar né þeir ráðherrar, sem hafa setið í því ráðuneyti sem fer með laxeldi, hafa brugðist við ósk fagráðsins um hvort þetta sé ásættanlegt. Núverandi atvinnuvegaráðherra gekk beint inn í það þagnarbandalag. Dýraníð á iðnaðarskala Sú pólitíska sýn sem birtist í þessum drögum atvinnuvegaráðherra gerir Viðreisn ekki aðeins að harðsnúnasta stóriðju- og sérhagsmunagæsluflokki seinni tíma heldur fer líka af hörku gegn sjónarmiðum kjósenda Viðreisnar og hinna flokkanna í ríkisstjórn landsins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups um málefnið kemur fram að 70 prósent stuðningsmanna Viðreisnar eru neikvæð í garð opins sjókvíaeldis, aðeins 5 prósent eru jákvæð, restin hvorki né. Andspyrnan er enn meiri í flokki forsætisráðherra, 80 prósent á móti, aðeins 5 prósent jákvæð, og línurnar svipaðar meðal stuðningsfólks Flokks fólksins. Í heild eru 64,5 prósent þjóðarinnar á móti sjókvíaeldi, aðeins 13,5 prósent eru því fylgjandi restin hvorki né.Samstarfsflokkar Viðreisnar hljóta að taka í taumana. Vonandi eiga málleysingjarnir áfram traust skjól hjá Ingu Sæland. Það dýraníð á iðnaðarskala sem Hanna Katrín boðar má ekki verða að lögum. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Rekstrarleyfishafi skal greiða árlegt umhverfisgjald vegna affalla í sjókvíaeldi.“ Þetta er tilvitnun úr drögum að frumvarpi til laga um lagareldi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til samráðs seint í desember. Á venjulegri íslensku er þýðingin á þessu stofnanamáli ráðherrans svona: „Fyrirtæki sem stundar sjókvíaeldi á laxi skal greiða árlegt gjald fyrir laxana sem það lætur drepast í kvíum sínum.“ Í drögum Hönnu Katrínar er hvergi nefnt að fyrirtæki sem fara svo illa með eldisdýrin sín að þau drepast í stórum stíl muni missi leyfi til að ala dýr. Þau skulu hins vegar greiða gjald fyrir það í ríkissjóð. Hrollvekjandi miskunnarleysi Því miður er þetta hrollvekjandi miskunnarleysi lýsandi fyrir frumvarpsdrögin í heild. Afar vont frumvarp síðustu ríkisstjórnar, sem var stoppað vorið 2024, hefur verið gert enn verra í meðförum atvinnuvegaráðherra. Ekki er einu sinni reynt að þykjast lengur að það eigi að ná utanum sleppingar eldislaxa úr sjókvíunum, lúsafárið eða gríðarlegan dauða eldisdýranna. Frumvarp Hönnu Katrínar er klæðskerasniðið að hagsmunum stóru norsku kauphallarfyrirtækjanna þriggja sem hér starfa, Arctic Fish, Arnarlax og Kaldvík, gegn afkomu bændafjölskyldna um allt land, almannahagsmunum, velferð eldisdýranna, lífríki og náttúru Íslands. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig frumvarpsvinna getur farið svona illa út af sporinu einsog hefur gerst í þessu tilviki. Lögreglumál Matvælastofnun birtir einu sinni í mánuði tölur yfir dauða eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Þó enn eigi eftir að birta tölur fyrir desember liggur fyrir að dauðinn á síðasta ári er sá mesti í 40 ára sögu sjókvíaeldis við landið. Á fyrstu ellefu mánuðum 2025 drápust rúmlega fimm milljón eldislaxar í kvíunum. Það er um 400.000 meira en allt árið 2024, sem var það versta í sögunni eftir fyrra rmetár 2023. Allt stefnir í að dauðinn 2025 verði um 20 prósent meiri í fyrra en árið þar á undan. Þetta ástand er með öðrum orðum stjórnlaust. Á Vestfjörðum var allt á kafi í lús í kvíunum í haust. Í sumar og vor var dauðinn gríðarlegur á Austfjörðum vegna þörungablóma sem sogaði súrefnið úr sjónum og eldislaxarnir köfnuðu.Kaldvík er eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem starfar á Austfjörðum. Á síðasta ári sektaði Matvælastofnun Kaldvík vegna brota á dýravelferðarlögunum í einu máli og vísað öðru enn verra til lögreglu vegna gruns um brota á sömu lögum. Í miðju þessu ástandi vill atvinnuvegaráðherra opna Mjóafjörð á Austförðum fyrir sjókvíaeldi. Myndin sýnir austfirskan eldislax með vetrarsár. Um það bil annar hver eldislax sem Kaldvík hefur sett í í sjókvíar á Austfjörðum undanfarin tvö ár hefur drepist af völdum vetrarsára, sníkjudýra, marglittna eða kafnað vegna þörungarblóma. Þetta er iðnaður sem nýtur sérstakrar blessunar atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðrikssonar. Ásættanlegt? Atvinnuvegaráðherra hefur hvergi minnst á að henni finnist þessi meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum ekki í lagi. Þvert á móti vill hún auka veg þessa dýraníðs með því að opna fleiri firði fyrir sjókvíum.Vorið 2024 reyndi síðasta ríkisstjórn að koma í gegn lögum þar sem dauði eldislaxa hefði mátt vera yfir 20 prósent í 18 eldistímabil (hver eldislota er tæp tvö ár) í röð áður en fyrirtækin hefðu missti leyfi. Var þó gildistími leyfa sextán ár. Þetta ákvæði var sem sagt algjör leikaraskapur. Atvinnuvegaráðherra hefur fellt þessa grímu í nýju drögunum. Nú skulu fyrirtækin bara greiða gjald fyrir eldislaxana sem kafna í kvíunum eða drepast vegna vetrarsára eða áverka af völdum lúsar. Í maí 2023 bókaði sjálfstætt ráðgefandi fagráð Matvælastofnunar um velferð dýra þessa ályktun: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi.“ Á þeim tæpu þremur árum sem eru liðin frá bókun fagráðsins hefur fjöldi dauðra eldislaxa í sjókvíum nánast tvöfaldast. Hvorki stjórn Matvælastofnunar né þeir ráðherrar, sem hafa setið í því ráðuneyti sem fer með laxeldi, hafa brugðist við ósk fagráðsins um hvort þetta sé ásættanlegt. Núverandi atvinnuvegaráðherra gekk beint inn í það þagnarbandalag. Dýraníð á iðnaðarskala Sú pólitíska sýn sem birtist í þessum drögum atvinnuvegaráðherra gerir Viðreisn ekki aðeins að harðsnúnasta stóriðju- og sérhagsmunagæsluflokki seinni tíma heldur fer líka af hörku gegn sjónarmiðum kjósenda Viðreisnar og hinna flokkanna í ríkisstjórn landsins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups um málefnið kemur fram að 70 prósent stuðningsmanna Viðreisnar eru neikvæð í garð opins sjókvíaeldis, aðeins 5 prósent eru jákvæð, restin hvorki né. Andspyrnan er enn meiri í flokki forsætisráðherra, 80 prósent á móti, aðeins 5 prósent jákvæð, og línurnar svipaðar meðal stuðningsfólks Flokks fólksins. Í heild eru 64,5 prósent þjóðarinnar á móti sjókvíaeldi, aðeins 13,5 prósent eru því fylgjandi restin hvorki né.Samstarfsflokkar Viðreisnar hljóta að taka í taumana. Vonandi eiga málleysingjarnir áfram traust skjól hjá Ingu Sæland. Það dýraníð á iðnaðarskala sem Hanna Katrín boðar má ekki verða að lögum. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun