Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2026 11:02 Jared Kushner og Steve Witkoff verða fulltrúar Bandaríkjanna á fundi með bandalagsríkjum Úkraínu í París í dag. Þar verður líka Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í hópi evrópskra leiðtoga sem sækja fundinn. EPA/Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Fundurinn hefst síðdegis í dag og er gert ráð fyrir að hann geti staðið í nokkra klukkutíma en hann munu sækja fulltrúar um þrjátíu ríkja Evrópu og Ameríku auk sendinefnda. Til stendur að halda áfram að leita leiða til að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Meðal annars er gert ráð fyrir að öryggistryggingar til handa Úkraínu og uppfærð friðaráætlun verði til umræðu á fundinum, sem síðan verði borin undir Rússa í von um að hægt verði að semja um vopnahlé. Í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði Úkraínuforseti að vinna samninganefndar standi yfir nótt sem nýtan dag og að teymið hans sé reiðubúið til funda í Evrópu í vikunni, auk þess sem stöðugt samband sé við fulltrúa Bandaríkjastjórnar. We are preparing for meetings in Europe this week. Of course, we are also in constant communication with the team of the President of the United States. Air defense for Ukraine and support for Ukraine are daily tasks, and every day we must deliver results. New decisions will be… pic.twitter.com/JDGJXtzrZE— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 5, 2026 Samkvæmt bréfi sem sent var 35 sendinefndum fundarins, sem Reuters greinir frá í dag, er meðal annars lagt upp með að á fundinum verði leitast við að tryggja framlag hinna svokölluðu viljugu ríkja til að koma á fót fjölþjóðlegum liðsafla sem falið verði að tryggja öryggi Úkraínu ef til vopnahlés kemur við Rússa. Reuters hefur eftir ónefndum evrópskum embættismanni að vonir standi til um að með sterkum öryggistryggingum af hálfu „hinna viljugu“ ríkja verði hægt að treysta betur skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu, sem til þessa hafa að mestu verið í formi tvíhliða viðræðna við Úkraínu. Í aðdraganda fundarins hafa Rússar hins vegar haldið áfram árásum sínum á Úkraínu, en minnst tveir létust, þar á meðal almennir borgarar, í árásum Rússa á Úkraínu í nótt að því er segir í umfjöllun France 24. Eftir rétt rúman mánuð verða liðin fjögur ár frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu sem hófst þann 24. febrúar 2022. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Fundurinn hefst síðdegis í dag og er gert ráð fyrir að hann geti staðið í nokkra klukkutíma en hann munu sækja fulltrúar um þrjátíu ríkja Evrópu og Ameríku auk sendinefnda. Til stendur að halda áfram að leita leiða til að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Meðal annars er gert ráð fyrir að öryggistryggingar til handa Úkraínu og uppfærð friðaráætlun verði til umræðu á fundinum, sem síðan verði borin undir Rússa í von um að hægt verði að semja um vopnahlé. Í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði Úkraínuforseti að vinna samninganefndar standi yfir nótt sem nýtan dag og að teymið hans sé reiðubúið til funda í Evrópu í vikunni, auk þess sem stöðugt samband sé við fulltrúa Bandaríkjastjórnar. We are preparing for meetings in Europe this week. Of course, we are also in constant communication with the team of the President of the United States. Air defense for Ukraine and support for Ukraine are daily tasks, and every day we must deliver results. New decisions will be… pic.twitter.com/JDGJXtzrZE— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 5, 2026 Samkvæmt bréfi sem sent var 35 sendinefndum fundarins, sem Reuters greinir frá í dag, er meðal annars lagt upp með að á fundinum verði leitast við að tryggja framlag hinna svokölluðu viljugu ríkja til að koma á fót fjölþjóðlegum liðsafla sem falið verði að tryggja öryggi Úkraínu ef til vopnahlés kemur við Rússa. Reuters hefur eftir ónefndum evrópskum embættismanni að vonir standi til um að með sterkum öryggistryggingum af hálfu „hinna viljugu“ ríkja verði hægt að treysta betur skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu, sem til þessa hafa að mestu verið í formi tvíhliða viðræðna við Úkraínu. Í aðdraganda fundarins hafa Rússar hins vegar haldið áfram árásum sínum á Úkraínu, en minnst tveir létust, þar á meðal almennir borgarar, í árásum Rússa á Úkraínu í nótt að því er segir í umfjöllun France 24. Eftir rétt rúman mánuð verða liðin fjögur ár frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu sem hófst þann 24. febrúar 2022.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira