Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. janúar 2026 20:02 Það er ekki sjálfgefið að nýtt leikrit og fyrsta skáldsaga höfundar komi út nánast á sama tíma. Vísir/Vilhelm „Þó svo að þetta sé „absúrd“ leikhús, og við förum svolítið langt með karakterana og aðstæðurnar, þá held ég að áhorfendur muni geta speglað sig í þessum persónum eða séð fólk sem það þekkir í þeim. En fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér. Það er mikill kraftur fólginn í því að fá fólk til að hlæja, og sérstaklega að sjálfu sér,“ segir Þór Túliníus leikari og rithöfundur. Orðin eiga vel við um leikritið Bústaðurinn sem var frumsýnt í Tjarnarbíói síðastliðið fimmtudagskvöld og hefur fengið lofsamlega dóma, meðal annars í Víðsjá á RÚV og í Lestarklefanum. Þór skrifar verkið og leikur eitt af þremur hlutverkum á móti þeim Þórunni Lárusdóttur og Jónmundi Grétarssyni. Á sama tíma er Þór nýkominn út með sína fyrstu skáldsögu, Sálnasafnarann sem hefur verið í fæðingu í yfir áratug. Gráglettið ádeiluverk Þór starfaði um árabil sem leikari við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og leikstýrði einnig. Síðan vatt hann kvæði sínu í kross og fór í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Og núna stígur hann aftur á svið eftir langt hlé, í Bústaðnum. Um er að ræða fimmtu sýninguna sem atvinnuleikhópurinn Svipir setur á svið en sú síðasta var barnaleikritið Hollvættir á heiði sem hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2024. Sama listræna teymið og stóð að uppsetningu Hollvættanna kemur hér saman á ný. Í kynningartexta verksins er Bústaðnum lýst sem grátbroslegum íslenskum fáránleik sem kitlar hláturtaugar áhorfenda en varpar samtímis upp áleitnum spurningum um samfélag okkar. Í upphafi verksins fá áhorfendur að kynnast Tedda og Boggu, hjónum á sextugsaldri, sem hafa numið land á fallegum og friðsælum stað í íslenskri sveit og byggt upp sumarbústað. Það er „sælureiturinn“ þeirra og allt leikur í lyndi þar til skyndilega birtist aðkomumaður; ónefndur portrettteiknari sem hefur plantað sér niður fyrir utan hliðið á bústaðnum. Nærvera hans ein og sér virðist nægja til að umturna lífi hjónanna og þá ekki síst Tedda, sem finnur teiknaranum allt til foráttu og telur nauðsynlegt að vernda landareignina fyrir þessari boðflennu. Þór og Þórunn leika hjónin Tedda og Boggu.Björgvin Sigurðarson Verkinu hefur verið lýst sem gráglettnu ádeiluverki – og af góðri ástæðu. Án þess að gefa of mikið upp um framvindu verksins þá tekur það á málefni sem er eldheitt í samfélagsumræðunni og er sífelld uppspretta deilna: málefni innflytjenda. Það er því óhætt að segja að Bústaðurinn sé, eins og sagt er á rangri íslensku, „körrent.“ Innflytjendamál eru bleiki fílinn í stofunni Hugmyndin að verkinu kviknaði að sögn Þórs á þjóðveginum. „Ég var staddur í N1-sjoppunni á Kirkjubæjarklaustri þegar þangað kemur inn maður um sextugt, svona sveitakall með sixpensara, sem ætlaði að fá sér sína íslensku pylsu og kaffi. Hann stendur þarna í afgreiðslunni, ráðvilltur og kallar: „Halló? Halló! Er enginn hérna sem talar íslensku? Er ekki einhver starfsmaður hérna sem talar íslensku?!“ Hann var alveg frussandi viðþolslaus, algjörlega miður sín. Þetta var einhvern tímann í kringum 2008 eða 2009 og núna í dag er staðan þannig að það þykir ekki lengur sjálfsagt að tala íslensku á veitingahúsum og á fleiri stöðum,” segir Þór en meðfram leiklistinni hefur hann mikið unnið sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn. „Maður hefur orðið var við það á flestum stöðum í hótel og veitingageiranum að íslenskukunnátta starfsmanna er smám saman að deyja út.“ Hann tekur undir með því að Bústaðurinn sé þannig að vissu leyti pólitískt verk, enda tekur það á stóru, pólitísku málefni. „Innflytjendamál, þetta er í raun „fíllinn í stofunni“ í samfélagsumræðunni í dag. En það er svakaleg breyting sem er búin að eiga sér stað í samfélaginu á ótrúlega skömmum tíma. Gjörbreyttur veruleiki. Um aldamótin voru innflytjendur sex prósent þjóðarinnar og í dag er þessi tala að nálgast 20 prósent. Við erum orðin fjölmenningarsamfélag og við þurfum að horfast í augu við það, staldra við, hugsa og gera þetta vel. En af einhverjum ástæðum þora margir stjórnmálamenn ekki að snerta á þessu, þetta er svona pólítísk „heit kartafla.“ En svona miklum breytingum þarf að sýna aðhald, annars verður fólk órólegt og hrætt eins og Teddi, karakterinn í leikritinu. Eitt sem hefur verið of losaralegt að mínu mati er krafa um íslenskunám erlendra aðila sem hér setjast að. Þar þarf að sýna aðhald, annars missum við stjórn á þessu. Og þegar stjórnvöld missa stjórn á aðstæðum þá vex óróleikinn og það getur orðið til þess að hatrið vex og flokkar sem nærast á því blómstra. Ég er ánægður með að henda þessu inn í samfélagsumræðuna.“ Teddi, persóna Þórs í verkinu, er miðaldra skrifstofumaður sem er fastur í viðjum vanans og þess vegna stendur honum stuggur af ónefndum og framandi aðkomumanni sem hefur plantað sér við lóðamörkin hjá þeim hjónum. Hann er uppfullur af sannfæringu um eigið ágæti, gestrisni og mikilvægi og fyllist strax tortryggni í garð aðkomumannsins, sem á sér þó hvorki nafn né fær mikið rými til að tjá sig. „Þegar manni líður illa er auðvelt að finna sökudólg, í staðinn fyrir að „reflekta“ á sjálfan sig; horfast í augu við eigin bresti. Fyrir Tedda er það dýrmætasta sem hann hefur gert að nema land og byggja sér bú, það er ekkert sem veitir honum jafn mikla hamingju og gleði. Byggja sér bú, búa sér í hag, haga sér vel, vanda sig, standa sig. Eins og hann segir á einum stað í verkinu: „Þetta eru gildi sem við höfum í hávegum hér.“ Hann er maður sem er fastur í fjötrum innrætingarinnar. Hann höndlar ekki breytingar af neinu tagi. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum. Eins og kannski við öll, en það er ávísun á óhamingju. Ég hef stundum sagt að verkið fjalli um það hvernig ekki eigi að bregðast við breytingum.” Á meðan er Bogga, leikin af Þórunni Lárusdóttur, ljúfmennskan uppmáluð, lífsglöð og galvösk á yfirborðinu, en undir niðri kraumar bullandi meðvirkni, stress og óhamingja. Bæði eru þau föst í viðjum óttans. „Það er fullt af svona hjónaböndum þarna úti og ég held að það þekki allir þessar týpur af fólki.“ Jónmundur Grétarsson leikur aðkomumanninn sem Tedda, persónu Þórs er í nöp við.Björgvin Sigurðarson Þór fer fögrum orðum um mótleikara sína í verkinu, þau Þórunni og Jónmund, sem og leikstjórann Ágústu Skúladóttur. „Þau tóku strax vel í verkið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég og Þórunn leikum saman og ég gæti ekki hugsað mér betri mótleikkonu. Jónmundi kynntist ég þegar við lékum saman í stuttmynd fyrir nokkrum árum og keyrðum þá alla leið vestur á firði. Það sem er magnað við Jónmund er að þó svo að hann fái frekar lítinn texta í verkinu þá nær hann ítrekað að stela senunni. Ágústa er frábær leikstjóri, fagmanneskja fram í fingurgóma og einstaklega metnaðarfull.” 12 ár í fæðingu Þór hefur áður skrifað leikrit og leikgerðir sem hafa ratað á svið í íslenskum leikhúsum, og gefið út smásögur. Á sínum tíma, þegar hann var í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands, byrjaði hann að skrifa smásögu um prest. Sú saga endaði sem skáldsaga í fullri lengd og kom út 12 árum síðar, í nóvember síðastliðnum. Hún ber titilinn Sálnasafnarinn og hefur fengið prýðilegar viðtökur. „Ástæðan fyrir því að það liðu svona mörg ár þar til ég gaf hana út var að ég var alltaf að hugsa um þennan eina þarna úti sem myndi ekki fíla bókina. Svo var maður alltaf að kíkja á þetta, laga smá og stytta. Að lokum kom svo bara að því að ég ákvað að þetta væri komið, handritið væri orðið ágætis saga og að það hlytu að vera einhverjir aðrir þarna úti sem væru sammála því.“ Í Sálnasafnaranum fá lesendur að kynnast séra Ebeneser, ungum presti sem býr yfir þeirri náðargáfu að geta leyst vandamál fólks með látbragði sínu og nokkurs konar töfrum. Með tímanum þjálfar hann þennan hæfileika sinn og er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðarins í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham. En þá kemur upp spurningin hvað býr undir rólegu og hreinlyndu viðmóti þessa unga prests sem virðist búa yfir töfrum? Eins og Þór bendir á þá er góð og gild ástæða fyrir því að aðalpersóna sögunnar er prestur; maður sem gengur á guðs vegum. „Prestshlutverkið er svo áhugavert, það fylgir því svo mikið vald og að sama skapi bera prestar svo mikla ábyrgð; þeir þurfa að gæta sín í því sem þeir boða og hvernig þeir fara með þetta vald.“ Hugmyndin að Sálnasafnarnum kviknaði í ritlistarnáminu.Vísir/Vilhelm Saga um mannlegan breyskleika Sálnasafnarinn er ekki línuleg frásögn heldur skiptist hún í frásagnir. Aðalfrásögnin er brotin upp með dagbókarfærslum þar sem séra Ebeneser rifjar upp æsku sína og lesendur fá innsýn í reynsluheim hans og ýmislegt úr uppvexti hans – og um leið skýringar á því hvernig hann hefur öðlast þessa sérstöku gáfu, sem á endanum reynist vera tvíbent vopn. Sem barn safnar hann skeljum. Eftir því sem hann eldist fer hann að safna leyndarmálum fólks. „Með því að byggja söguna upp með þessum hætti, með aðalfrásögn sem skarast á við dagbókarfærslur, þá vildi ég gera lesandum kleift að sjá af hverju hann er eins og hann er. Dagbókin útskýrir það. Hann er safnari og allir forfeður hans voru safnarar; pabbi hans safnaði fuglum, mamma hans safnaði sögum um fólk. Ebeneser lærir að safna leyndarmálum um fólk og öðlast vald yfir því. Sagan varpar fram spurningum um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja og um kærleikann og nálægðina sem myndast getur á milli fólks en verður svo auðveldlega spillt ef fylgstu viðmiða er ekki gætt. Sálnasafnarinn fjallar um ungan prest sem býr yfir sérkennilegri náðargáfu sem reynist jafn hættuleg og hún er heillandi.Vísir/Vilhelm „Í grunninn er þetta saga um valdamisnotkun og valdaójafnvægi, sem leiðir út í ofbeldi. Og hún fjallar líka um misnotkun á nánd, sem er það dýrmætasta sem við eigum. Þegar tvær manneskjur komast einhvern veginn í nánd, það er það fallegasta af öllu, en um leið svo ótrúlega viðkvæmt.” Eins og Þór lýsir því er hinn ungi séra Ebeneser maður sem á í sífelldu stríði við sinn eigin skugga. Í lokin stendur lesandinn uppi með þá spurningu hvort presturinn ungi sé góður eða vondur. „Þannig er þetta líka saga um mannlegan breyskleika. Það er erfitt að vera manneskja að láta ekki undan hvötunum sínum. Hann er alltaf á línunni, alltaf að passa sig. Hann er að reyna að hrasa ekki en freistingarnar eru alls staðar. Það má því að vissu leyti segja að Sálnasafnarinn fjalli um fíkn. Safnaraeðli- og árátta prestsins reynist bæði blessun og bölvun. Þegar hann byrjar að safna og ná tökum á sálum annarra getur hann ekki hætt.“ Leikhús Menning Bókmenntir Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Orðin eiga vel við um leikritið Bústaðurinn sem var frumsýnt í Tjarnarbíói síðastliðið fimmtudagskvöld og hefur fengið lofsamlega dóma, meðal annars í Víðsjá á RÚV og í Lestarklefanum. Þór skrifar verkið og leikur eitt af þremur hlutverkum á móti þeim Þórunni Lárusdóttur og Jónmundi Grétarssyni. Á sama tíma er Þór nýkominn út með sína fyrstu skáldsögu, Sálnasafnarann sem hefur verið í fæðingu í yfir áratug. Gráglettið ádeiluverk Þór starfaði um árabil sem leikari við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og leikstýrði einnig. Síðan vatt hann kvæði sínu í kross og fór í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Og núna stígur hann aftur á svið eftir langt hlé, í Bústaðnum. Um er að ræða fimmtu sýninguna sem atvinnuleikhópurinn Svipir setur á svið en sú síðasta var barnaleikritið Hollvættir á heiði sem hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2024. Sama listræna teymið og stóð að uppsetningu Hollvættanna kemur hér saman á ný. Í kynningartexta verksins er Bústaðnum lýst sem grátbroslegum íslenskum fáránleik sem kitlar hláturtaugar áhorfenda en varpar samtímis upp áleitnum spurningum um samfélag okkar. Í upphafi verksins fá áhorfendur að kynnast Tedda og Boggu, hjónum á sextugsaldri, sem hafa numið land á fallegum og friðsælum stað í íslenskri sveit og byggt upp sumarbústað. Það er „sælureiturinn“ þeirra og allt leikur í lyndi þar til skyndilega birtist aðkomumaður; ónefndur portrettteiknari sem hefur plantað sér niður fyrir utan hliðið á bústaðnum. Nærvera hans ein og sér virðist nægja til að umturna lífi hjónanna og þá ekki síst Tedda, sem finnur teiknaranum allt til foráttu og telur nauðsynlegt að vernda landareignina fyrir þessari boðflennu. Þór og Þórunn leika hjónin Tedda og Boggu.Björgvin Sigurðarson Verkinu hefur verið lýst sem gráglettnu ádeiluverki – og af góðri ástæðu. Án þess að gefa of mikið upp um framvindu verksins þá tekur það á málefni sem er eldheitt í samfélagsumræðunni og er sífelld uppspretta deilna: málefni innflytjenda. Það er því óhætt að segja að Bústaðurinn sé, eins og sagt er á rangri íslensku, „körrent.“ Innflytjendamál eru bleiki fílinn í stofunni Hugmyndin að verkinu kviknaði að sögn Þórs á þjóðveginum. „Ég var staddur í N1-sjoppunni á Kirkjubæjarklaustri þegar þangað kemur inn maður um sextugt, svona sveitakall með sixpensara, sem ætlaði að fá sér sína íslensku pylsu og kaffi. Hann stendur þarna í afgreiðslunni, ráðvilltur og kallar: „Halló? Halló! Er enginn hérna sem talar íslensku? Er ekki einhver starfsmaður hérna sem talar íslensku?!“ Hann var alveg frussandi viðþolslaus, algjörlega miður sín. Þetta var einhvern tímann í kringum 2008 eða 2009 og núna í dag er staðan þannig að það þykir ekki lengur sjálfsagt að tala íslensku á veitingahúsum og á fleiri stöðum,” segir Þór en meðfram leiklistinni hefur hann mikið unnið sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn. „Maður hefur orðið var við það á flestum stöðum í hótel og veitingageiranum að íslenskukunnátta starfsmanna er smám saman að deyja út.“ Hann tekur undir með því að Bústaðurinn sé þannig að vissu leyti pólitískt verk, enda tekur það á stóru, pólitísku málefni. „Innflytjendamál, þetta er í raun „fíllinn í stofunni“ í samfélagsumræðunni í dag. En það er svakaleg breyting sem er búin að eiga sér stað í samfélaginu á ótrúlega skömmum tíma. Gjörbreyttur veruleiki. Um aldamótin voru innflytjendur sex prósent þjóðarinnar og í dag er þessi tala að nálgast 20 prósent. Við erum orðin fjölmenningarsamfélag og við þurfum að horfast í augu við það, staldra við, hugsa og gera þetta vel. En af einhverjum ástæðum þora margir stjórnmálamenn ekki að snerta á þessu, þetta er svona pólítísk „heit kartafla.“ En svona miklum breytingum þarf að sýna aðhald, annars verður fólk órólegt og hrætt eins og Teddi, karakterinn í leikritinu. Eitt sem hefur verið of losaralegt að mínu mati er krafa um íslenskunám erlendra aðila sem hér setjast að. Þar þarf að sýna aðhald, annars missum við stjórn á þessu. Og þegar stjórnvöld missa stjórn á aðstæðum þá vex óróleikinn og það getur orðið til þess að hatrið vex og flokkar sem nærast á því blómstra. Ég er ánægður með að henda þessu inn í samfélagsumræðuna.“ Teddi, persóna Þórs í verkinu, er miðaldra skrifstofumaður sem er fastur í viðjum vanans og þess vegna stendur honum stuggur af ónefndum og framandi aðkomumanni sem hefur plantað sér við lóðamörkin hjá þeim hjónum. Hann er uppfullur af sannfæringu um eigið ágæti, gestrisni og mikilvægi og fyllist strax tortryggni í garð aðkomumannsins, sem á sér þó hvorki nafn né fær mikið rými til að tjá sig. „Þegar manni líður illa er auðvelt að finna sökudólg, í staðinn fyrir að „reflekta“ á sjálfan sig; horfast í augu við eigin bresti. Fyrir Tedda er það dýrmætasta sem hann hefur gert að nema land og byggja sér bú, það er ekkert sem veitir honum jafn mikla hamingju og gleði. Byggja sér bú, búa sér í hag, haga sér vel, vanda sig, standa sig. Eins og hann segir á einum stað í verkinu: „Þetta eru gildi sem við höfum í hávegum hér.“ Hann er maður sem er fastur í fjötrum innrætingarinnar. Hann höndlar ekki breytingar af neinu tagi. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum. Eins og kannski við öll, en það er ávísun á óhamingju. Ég hef stundum sagt að verkið fjalli um það hvernig ekki eigi að bregðast við breytingum.” Á meðan er Bogga, leikin af Þórunni Lárusdóttur, ljúfmennskan uppmáluð, lífsglöð og galvösk á yfirborðinu, en undir niðri kraumar bullandi meðvirkni, stress og óhamingja. Bæði eru þau föst í viðjum óttans. „Það er fullt af svona hjónaböndum þarna úti og ég held að það þekki allir þessar týpur af fólki.“ Jónmundur Grétarsson leikur aðkomumanninn sem Tedda, persónu Þórs er í nöp við.Björgvin Sigurðarson Þór fer fögrum orðum um mótleikara sína í verkinu, þau Þórunni og Jónmund, sem og leikstjórann Ágústu Skúladóttur. „Þau tóku strax vel í verkið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég og Þórunn leikum saman og ég gæti ekki hugsað mér betri mótleikkonu. Jónmundi kynntist ég þegar við lékum saman í stuttmynd fyrir nokkrum árum og keyrðum þá alla leið vestur á firði. Það sem er magnað við Jónmund er að þó svo að hann fái frekar lítinn texta í verkinu þá nær hann ítrekað að stela senunni. Ágústa er frábær leikstjóri, fagmanneskja fram í fingurgóma og einstaklega metnaðarfull.” 12 ár í fæðingu Þór hefur áður skrifað leikrit og leikgerðir sem hafa ratað á svið í íslenskum leikhúsum, og gefið út smásögur. Á sínum tíma, þegar hann var í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands, byrjaði hann að skrifa smásögu um prest. Sú saga endaði sem skáldsaga í fullri lengd og kom út 12 árum síðar, í nóvember síðastliðnum. Hún ber titilinn Sálnasafnarinn og hefur fengið prýðilegar viðtökur. „Ástæðan fyrir því að það liðu svona mörg ár þar til ég gaf hana út var að ég var alltaf að hugsa um þennan eina þarna úti sem myndi ekki fíla bókina. Svo var maður alltaf að kíkja á þetta, laga smá og stytta. Að lokum kom svo bara að því að ég ákvað að þetta væri komið, handritið væri orðið ágætis saga og að það hlytu að vera einhverjir aðrir þarna úti sem væru sammála því.“ Í Sálnasafnaranum fá lesendur að kynnast séra Ebeneser, ungum presti sem býr yfir þeirri náðargáfu að geta leyst vandamál fólks með látbragði sínu og nokkurs konar töfrum. Með tímanum þjálfar hann þennan hæfileika sinn og er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðarins í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham. En þá kemur upp spurningin hvað býr undir rólegu og hreinlyndu viðmóti þessa unga prests sem virðist búa yfir töfrum? Eins og Þór bendir á þá er góð og gild ástæða fyrir því að aðalpersóna sögunnar er prestur; maður sem gengur á guðs vegum. „Prestshlutverkið er svo áhugavert, það fylgir því svo mikið vald og að sama skapi bera prestar svo mikla ábyrgð; þeir þurfa að gæta sín í því sem þeir boða og hvernig þeir fara með þetta vald.“ Hugmyndin að Sálnasafnarnum kviknaði í ritlistarnáminu.Vísir/Vilhelm Saga um mannlegan breyskleika Sálnasafnarinn er ekki línuleg frásögn heldur skiptist hún í frásagnir. Aðalfrásögnin er brotin upp með dagbókarfærslum þar sem séra Ebeneser rifjar upp æsku sína og lesendur fá innsýn í reynsluheim hans og ýmislegt úr uppvexti hans – og um leið skýringar á því hvernig hann hefur öðlast þessa sérstöku gáfu, sem á endanum reynist vera tvíbent vopn. Sem barn safnar hann skeljum. Eftir því sem hann eldist fer hann að safna leyndarmálum fólks. „Með því að byggja söguna upp með þessum hætti, með aðalfrásögn sem skarast á við dagbókarfærslur, þá vildi ég gera lesandum kleift að sjá af hverju hann er eins og hann er. Dagbókin útskýrir það. Hann er safnari og allir forfeður hans voru safnarar; pabbi hans safnaði fuglum, mamma hans safnaði sögum um fólk. Ebeneser lærir að safna leyndarmálum um fólk og öðlast vald yfir því. Sagan varpar fram spurningum um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja og um kærleikann og nálægðina sem myndast getur á milli fólks en verður svo auðveldlega spillt ef fylgstu viðmiða er ekki gætt. Sálnasafnarinn fjallar um ungan prest sem býr yfir sérkennilegri náðargáfu sem reynist jafn hættuleg og hún er heillandi.Vísir/Vilhelm „Í grunninn er þetta saga um valdamisnotkun og valdaójafnvægi, sem leiðir út í ofbeldi. Og hún fjallar líka um misnotkun á nánd, sem er það dýrmætasta sem við eigum. Þegar tvær manneskjur komast einhvern veginn í nánd, það er það fallegasta af öllu, en um leið svo ótrúlega viðkvæmt.” Eins og Þór lýsir því er hinn ungi séra Ebeneser maður sem á í sífelldu stríði við sinn eigin skugga. Í lokin stendur lesandinn uppi með þá spurningu hvort presturinn ungi sé góður eða vondur. „Þannig er þetta líka saga um mannlegan breyskleika. Það er erfitt að vera manneskja að láta ekki undan hvötunum sínum. Hann er alltaf á línunni, alltaf að passa sig. Hann er að reyna að hrasa ekki en freistingarnar eru alls staðar. Það má því að vissu leyti segja að Sálnasafnarinn fjalli um fíkn. Safnaraeðli- og árátta prestsins reynist bæði blessun og bölvun. Þegar hann byrjar að safna og ná tökum á sálum annarra getur hann ekki hætt.“
Leikhús Menning Bókmenntir Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira