Lífið

Gummi Tóta og Guð­björg eiga von á öðru barni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gummi og Guðbjörg með Heru Malen og sónarmyndir.
Gummi og Guðbjörg með Heru Malen og sónarmyndir.

Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur undir listamannsnafninu Gummi Tóta, og unnusta hans, rekstrarverkfræðingurinn Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, eiga von á öðru barni sínu.

Parið hefur verið saman um árabil, trúlofuðu sig 1. janúar 2023 og eignuðust dótturina Heru Malen í febrúar 2023. Parið greindi frá fregnunum á Instagram.

„Fjölskyldan stækkar og allir svo spenntir,“ skrifa þau í sameiginlegri færslu.

Fjölskyldan býr í Jerevan í Armeníu þar sem Guðmundur spilar með liðinu FC Noah en þau hafa flakkað töluvert saman vegna knattspyrnuferils hans, búið í New York, Álaborg og Krít.


Tengdar fréttir

Gummi Tóta og Guð­björg eignuðust stúlku

Fyrir helgi eignuðust knattspyrnumaðurinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og kærasta hans, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, dóttur. Þetta er fyrsta barn parsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.