Erlent

Trump segir Nielsen í vondum málum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump sagði Nielsen í vondum málum, en viðurkenndi líka að vita ekkert um hann.
Trump sagði Nielsen í vondum málum, en viðurkenndi líka að vita ekkert um hann. Getty/Chip Somodevilla

Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög.

 Mikil spenna er fyrir fundinum, ekki síst eftir að JD Vance varaforseti tilkynnti um þátttöku sína á honum en áður hafði staðið til að utanríkisráðherrarnir Lars Lökke Rasmussen, Vivian Motzfeldt og Marco Rubio sætu fundinn.

Í nótt gerðist það að tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, Repúblikaninn Lisa Murkowski og Demókratinn Jeanne Shaheen lögðu fram nýtt frumvarp til laga sem myndu beinlínis koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu beitt hervaldi gegn öðru NATO ríki án formlegs leyfis frá þinginu eða Atlantshafsbandalaginu sjálfu. Óljóst er þó hvort frumvarpið nái fram að ganga.

Trump forseti var svo spurður að því í nótt hvað honum fyndist um nýjustu yfirlýsingu Jens-Frederik Nielsens, formanns grænlensku landsstjórnarinnar. Nielsen lýsti því yfir að ef valið þyrfti að standa á milli Bandaríkjanna og Danmerkur yrði Danmörk ávallt fyrir valinu:

„Það er hans vandamál. Ég er ósammála honum. Ég veit ekki hver hann er og ég veit ekkert um hann. En þessi afstaða verður stórt vandamál fyrir hann,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær, spurður út í ummæli Nielsens. 


Tengdar fréttir

Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur

Afdráttarlaus ummæli sem forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur létu falla á sameiginlegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag ættu að senda stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að Grænland sé ekki til sölu, grænlenska þjóðin fáist ekki keypt, og að ríkin standi saman um að standa vörð um landamæri danska konungsríkisins. Á sama tíma þykir blaðamannafundurinn hafa verið til marks um mikilvægi þess að dönsk og grænlensk stjórnvöld komi samstillt til fundarins í Hvíta húsinu á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir grænlensku þjóðina.

„Við veljum Danmörku“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, héldu sameiginlegan blaðamannafund síðdegis þar sem afstaða ríkjanna var áréttuð um að Grænland væri ekki til sölu. Jens-Frederik sagði skýrt að ef valið stæði á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, þá velji grænlensk stjórnvöld danska konungsríkið, Evrópusambandið og NATO. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, mun funda með norrænum kollegum síðar í dag vegna málsins.

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×