Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2026 14:03 Snorri Másson segir það æskilegt markmið að koma í veg fyrir að fólk utan EES-svæðisins komi til Íslands. Vísir/Lýður Valberg Varaformaður Miðflokksins vill að nánast verði alfarið komið í veg fyrir að fólk utan evrópska efnahagssvæðisins komi til Íslands. Fyrir því séu meðal annars „menningarlegar“ ástæður. Ummælin lét Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, falla í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra á Alþingi í gær. Frumvarpið á að auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í afgreiðslu tímabundinna dvarlar- og atvinnuleyfa með því að flytja afgreiðslu atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun til Útlendingastofnunar. Einnig á að gera erlendum námsmönnum auðveldara fyrir að vinna á meðan þeir dvelja á landinu en á sama tíma herða skilyrði fyrir að þeir fái áfram leyfi eftir að námi líkur og um heimild til fjölskyldusameiningar. Snorri fagnaði því að með þessu ætti að koma í veg fyrir misnotkun á dvarleyfum á grundvelli háskólanáms. Það væri vonandi fyrsta skrefið af mörgum sem þyrfti að stíga til að ná því markmiði sem hann teldi æskilegt: „Að nánast loka alfarið fyrir komu fólks hingað utan EES eins og við mögulega getum. Horfa á alla þá þætti sem við getum mögulega skrúfað niður og reynt að taka rétt skref í þá átt. Ég er ekki sammála því að það sé skynsamlegt í stórum stíl að hafa opið hér inn fyrir fólk utan EES,“ sagði þingmaðurinn. Hefur talað um útskipti þjóðarinnar Vísaði Snorri meðal annars til menningarlegra ástæðna um hvers vegna hann teldi að íslensk stjórnvöld ættu að reyna að koma í veg fyrir að útlendingar utan EES kæmu til landsins. „Pólitískum ástæðum, menningarlegum ástæðum, samhengi hlutanna í heildarsýn útlendingamála til lengri tíma. Það er einfaldlega sýnin og þetta skref gæti hjálpað í þá átt,“ sagði Snorri. Varaformaðurinn hefur að undanförnu endurómað hugmyndir evrópskra fjarhægrihreyfinga og hvítra þjóðernissinna um að vestræn siðmenning sé í útrýmingarhættu vegna fjölgunar innflytjenda. Þannig hefur hann sagt að verið sé að „skipta út þjóðinni“. Í viðtali við Vísi í nóvember sagði Snorri að það væru íslensk stjórnvöld sem stæðu að því með stefnu sinni í innflytjendamálum. Hann sló í og úr um hvort hann aðhylltist fjarhægri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“. Hún gengur út á að ákveðin öfl vinni markvisst að því að „skipta út“ vestrænum þjóðum fyrir innflytjendur af öðrum kynþætti eða trúarbrögðum. „En er kenningin þá eitthvað annað en lýsing á athæfi? Út á hvað gengur kenning þá ef þetta er það sem er gert? Er þá kenning í sjálfu sér að líta á það og segja fullum fetum hvað er gert? Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ sagði Snorri í viðtalinu. Flytja inn orðræðu frá fjarhægrihreyfingum í Evrópu Félagar Snorra í Miðflokknum hafa einnig talað um fjöldabrottvísanir útlendinga í anda þeirra sem fjarhægriflokkar eins og Valkostur fyrir Þýskaland, Umbótaflokkurinnr í Bretlandi og Vox á Spáni hafa sett á stefnuskrá sína. Varaþingmaður flokksins notaði meðal annars hugtakið „endurflutninga“ í þessu samhengi í færslu á samfélagsmiðli. Með fylgdi mynd af karlmönnum af erlendum uppruna en að minnsta kosti einum Íslendingi sem er dökkur á hörund. Endurflutningar eru hugtak sem sumir þessar jaðarhægrihópa í Evrópu hafa notað um brottvísanir fólks af erlendum uppruna en í sumum tilfellum ná þeir yfir ríkisborgara lands sem eru ekki taldir hafa aðlagast samfélaginu nægilega vel. Alþingi Innflytjendamál Miðflokkurinn EES-samningurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Ummælin lét Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, falla í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra á Alþingi í gær. Frumvarpið á að auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í afgreiðslu tímabundinna dvarlar- og atvinnuleyfa með því að flytja afgreiðslu atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun til Útlendingastofnunar. Einnig á að gera erlendum námsmönnum auðveldara fyrir að vinna á meðan þeir dvelja á landinu en á sama tíma herða skilyrði fyrir að þeir fái áfram leyfi eftir að námi líkur og um heimild til fjölskyldusameiningar. Snorri fagnaði því að með þessu ætti að koma í veg fyrir misnotkun á dvarleyfum á grundvelli háskólanáms. Það væri vonandi fyrsta skrefið af mörgum sem þyrfti að stíga til að ná því markmiði sem hann teldi æskilegt: „Að nánast loka alfarið fyrir komu fólks hingað utan EES eins og við mögulega getum. Horfa á alla þá þætti sem við getum mögulega skrúfað niður og reynt að taka rétt skref í þá átt. Ég er ekki sammála því að það sé skynsamlegt í stórum stíl að hafa opið hér inn fyrir fólk utan EES,“ sagði þingmaðurinn. Hefur talað um útskipti þjóðarinnar Vísaði Snorri meðal annars til menningarlegra ástæðna um hvers vegna hann teldi að íslensk stjórnvöld ættu að reyna að koma í veg fyrir að útlendingar utan EES kæmu til landsins. „Pólitískum ástæðum, menningarlegum ástæðum, samhengi hlutanna í heildarsýn útlendingamála til lengri tíma. Það er einfaldlega sýnin og þetta skref gæti hjálpað í þá átt,“ sagði Snorri. Varaformaðurinn hefur að undanförnu endurómað hugmyndir evrópskra fjarhægrihreyfinga og hvítra þjóðernissinna um að vestræn siðmenning sé í útrýmingarhættu vegna fjölgunar innflytjenda. Þannig hefur hann sagt að verið sé að „skipta út þjóðinni“. Í viðtali við Vísi í nóvember sagði Snorri að það væru íslensk stjórnvöld sem stæðu að því með stefnu sinni í innflytjendamálum. Hann sló í og úr um hvort hann aðhylltist fjarhægri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“. Hún gengur út á að ákveðin öfl vinni markvisst að því að „skipta út“ vestrænum þjóðum fyrir innflytjendur af öðrum kynþætti eða trúarbrögðum. „En er kenningin þá eitthvað annað en lýsing á athæfi? Út á hvað gengur kenning þá ef þetta er það sem er gert? Er þá kenning í sjálfu sér að líta á það og segja fullum fetum hvað er gert? Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ sagði Snorri í viðtalinu. Flytja inn orðræðu frá fjarhægrihreyfingum í Evrópu Félagar Snorra í Miðflokknum hafa einnig talað um fjöldabrottvísanir útlendinga í anda þeirra sem fjarhægriflokkar eins og Valkostur fyrir Þýskaland, Umbótaflokkurinnr í Bretlandi og Vox á Spáni hafa sett á stefnuskrá sína. Varaþingmaður flokksins notaði meðal annars hugtakið „endurflutninga“ í þessu samhengi í færslu á samfélagsmiðli. Með fylgdi mynd af karlmönnum af erlendum uppruna en að minnsta kosti einum Íslendingi sem er dökkur á hörund. Endurflutningar eru hugtak sem sumir þessar jaðarhægrihópa í Evrópu hafa notað um brottvísanir fólks af erlendum uppruna en í sumum tilfellum ná þeir yfir ríkisborgara lands sem eru ekki taldir hafa aðlagast samfélaginu nægilega vel.
Alþingi Innflytjendamál Miðflokkurinn EES-samningurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira